Nýir tímar í menningarsögunni

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Danilo Türk, forseti Slóveníu, ...
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Danilo Türk, forseti Slóveníu, koma til opnunartónleikanna með fylgdarliði.

 Opnunartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu standa nú sem hæst en hlýða má á þá á Rás 1. Í ávarpi sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ritar í dagskrá tónleikanna segir að með húsinu séu runnir upp nýir tímar í menningarsögu þjóðarinnar.

Á dagskrá tónleikanna er Níunda sinfónía Beethovens undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, píanókonsert Griegs og nýtt verk Þorkels Sigurbjörnssonar. 

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikar, sem leikur píanókonsert Griegs á tónleikunum, tók eitt aukalag, Ave Maria eftir Sigvalda S. Kaldslóns við fögnuð viðstaddra.

Hamraborg og huliðsheimur

  Ávarp forsetans er svohljóðandi:

„Álfaklettur; hamraborg og huliðsheimur ævintýra; ljúfir tónar, fagrar raddir. Í ljóðum fyrri tíðar var harpan tákn um drauma þjóðar, list og fegurð sem færir lífinu nýjar víddir.


Þótt fyrstu hljóðfærin kæmu í torfbæi og lágreist timburhús við fjörukambinn var tónlistin lengi að ná hér þroska, verða burðarás í menningarlífi Íslendinga.


Þegar Vladimir Ashkenazy kom hingað fyrst voru frumherjarnir enn að verki, tónskáldin sem ung héldu út í heim til að geta svo síðar rutt hér brautir. Stofnun Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir rúmum sextíu árum fól í sér heitstrengingu um nýja tíma, metnað til að láta að sér kveða á vettvangi listar sem löngum var talin hin æðsta.


Nú er hljómsveitin komin í fremstu röð og vígir Hörpu ásamt Ashkenazy, ungum píanósnillingi, ástsælu tónskáldi og öflugum kór; öðlast hér við hafið ný heimkynni sem einnig eru ætluð fjölþættri listsköpun þeirra sem í framtíðinni munu stíga á sviðið.


Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu eru upphaf nýrra tíma í menningarsögu þjóðarinnar.“

Vigdís Finnbogadóttir og dóttir hennar Ástríður Magnúsdóttir.
Vigdís Finnbogadóttir og dóttir hennar Ástríður Magnúsdóttir. mbl.is/Ómar
Þórunn Sigurðdóttir og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra. Þórunn er starfandi stjórnarformaður ...
Þórunn Sigurðdóttir og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra. Þórunn er starfandi stjórnarformaður Ago ehf. sem mun sjá um starfsemi, rekstur og markaðsetningu Hörpu. mbl.is/Ómar
Ýmislegt á enn eftir að klára.
Ýmislegt á enn eftir að klára. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Borðstofuborð ásamt sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuborð með sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu. Borðið e...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...