Erfitt að láta þetta ganga upp

Gylfi Arnbjörsson og Vilhjálmur Egilsson.
Gylfi Arnbjörsson og Vilhjálmur Egilsson. mbl.is/Golli

„Ég er mjög ánægður með að þetta skuli vera búið,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að lokinni undirritun kjarasamninga. Hann sagði að það verði erfitt að láta þetta ganga upp.

„Nú erum við að leggja upp í aðra vegferð, að láta þetta ganga upp. Það verður mjög erfitt en við vonum að það gangi,“ sagði Vilhjálmur. „Við verðum að fara atvinnuleiðina. Þetta er vissulega skref inn á þá braut.

Svo þarf margt annað að ganga upp, fyrst og fremst fjárfestingarnar í atvinnulífinu. Við þurfum að sjá þær aukast. Þá mun þetta takast,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að samningalotan hafi verið löng og tvær uppákomur á þeirri leið.

„Það er alltaf við því að búast. Þegar allt er búið held ég að allir séu vinir,“ sagði Vilhjálmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert