Fréttaskýring: Gefa ekki upp von um flutning Gæslunnar

Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar.
Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar. mbl.is/Árni Sæberg
Varpað hefur verið upp afar ólíkri sýn á niðurstöðu athugunar ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á hagkvæmni þess að flytja starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Innanríkisráðherra kynnti skýrsluna í síðasta mánuði og sagði rekstrarkostnað aukast um 690 milljónir króna ef aðsetur Gæslunnar yrðu flutta suður með sjó. Suðurnesjamenn benda hins vegar á að í skýrslunni sé verið að bera saman epli og appelsínur.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar lýstu allir bæjarfulltrúar sameiginlega vonbrigðum með niðurstöðu innanríkisráðuneytisins vegna athugunarinnar. Í ályktun sem samþykkt var segir mikilvægt „að samráðsvettvangur stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum fari rækilega yfir þá vinnu sem þegar hefur verið lögð fram og vinni áfram að því að fullgera hagkvæmnisathugun þar sem samræmis er gætt í samanburðartölum og allir kostir verkefnisins skoðaðir og metnir.“

Meðal þess sem bent er á er að borinn sé saman rekstur Gæslunnar eins og hann er í dag, „þar sem fyrirkomulag áhugamannaliðs er við lýði, starfsmenn á bakvöktum og útkallstími því umtalsverður, við rekstur atvinnumannaliðs þar sem starfsmenn eru á vakt öllum stundum, starfsmannafjöldi langtum meiri og útkallstími því miklu styttri.“

Einnig að gert sé ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að greiða starfsmönnum laun og bílastyrki fyrir akstur til vinnu. Það séu greiðslur sem Suðurnesjamenn kannist ekki við að fá greiddar þrátt fyrir að starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki flutt í bráð

Tillögur um flutning höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja hafa komið fram áður, meðal annars árið 1993 þegar nefnd skoðaði flutning opinberra stofnana út á land. Í nóvember á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin, eftir ríkisstjórnarfund á Suðurnesjum, hugmyndina sem hluta af aðgerðum í atvinnumálum á Suðurnesjum. Var þá samþykkt að framkvæma hagkvæmisathugunina. Í umræðum á Alþingi um málið í janúar sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra aðspurður um skoðun hans á flutningnum: „Mín persónulega skoðun fer algjörlega saman við afstöðu ríkisstjórnarinnar, að það eigi að kanna þetta en að fenginni niðurstöðu þeirrar könnunar taki menn endanlega afstöðu til málsins.“

Ögmundur bætti síðar við að af hans hálfu væri meginforsenda þess, að gera tillögu um flutning starfsemi Landhelgisgæslunnar, að óyggjandi væri að ekki væri óhagkvæmara að reka stofnunina þar en hér í Reykjavík. Eftir kynningu á hagkvæmisáætluninni í ríkisstjórn seint í síðasta mánuði sagði Ögmundur svo að Gæslan yrði ekki flutt í bráð vegna mikils kostnaðar.

Farið fram á frekari athugun

Niðurstöður hagkvæmisáætlunarinnar hafa einnig verið til umræðu á Alþingi.

Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi, sagði að óhjákvæmilegt væri að fram færi annað hagkvæmnismat.

Róbert hefur einnig tjáð sig um hagkvæmisathugunina á vefsvæði sínu en þar segir hann ennfremur að mjög erfitt sé að draga þá ályktun að ekki sé skynsamlegt að ráðast í flutning Gæslunnar, og raunar Björgunarmiðstöðvarinnar í heild sinni. Og ekki aðeins skynsamlegt heldur að núverandi fyrirkomulag gangi hreinlega ekki.

Þór verður hér við land

Áætlað er að hið nýja fjölnota varðskip, Þór, verði afhent í Síle 1. september. Þá verður því siglt til Íslands og kemur til Reykjavíkur mánuði síðar.

Ekki er gert ráð fyrir að Þór verði í verkefnum erlendis en erlendar sértekjur Landhelgisgæslunnar fyrir verkefni á vegum CFCA, fiskveiðieftirlitsstofnunar ESB, og Frontex, Landamærastofnunar ESB, eru þó forsenda þess að hægt sé að gera út Þór.

Gert er ráð fyrir að skipið annist löggæslu, eftirlit, leit og björgun hér við land og mun það gjörbreyta möguleikum á því víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Blindaðist af sólinni og klessti á

10:59 Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Meira »

Taktu vitsmunapróf Trumps

10:48 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sýnir engin merki sem gefa tilefni til þess að efast um andlegt heilsufar hans og er almennt séð við frábæra heilsu að sögn læknis hans. Meira »

Þórir fréttastjóri miðla Vodafone

10:42 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Meira »

Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

10:17 Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.   Meira »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

10:09 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana

05:30 Gangi áform um stóraukna notkun almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga.  Meira »

VG heldur forval við val á lista í borginni

05:30 Vinstri-græn í Reykjavík ákváðu á félagsfundi í gærkvöldi að halda rafrænt forval við val á lista flokksins í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Íslendingur í haldi í Malaga

05:33 Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni sem einnig er íslensk. Meira »

Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli

05:30 Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneigingu að sögn Hildar Bjargar Helgadóttur krabbameinslæknis. Stökkbreyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. Meira »

Óska eftir úttekt á starfinu í Krýsuvík

05:30 Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hefur óskað eftir að embætti landlæknis geri úttekt á starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Aðalfundur Viðskiptaráðs 14. febrúar
Boðað er til aðalfundar Viðskiptaráðs Íslands miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...