Fjörugir flugdrekakrakkar

Fjörugir og þokkafullir flugdrekar liðu um heiðbláan himinnininn yfir Kópavogi í morgun. 

Börn af nokkrum leik- og grunnskólum Kópavogs voru þar saman komin á iðjagrænu túni í blíðunni í morgun til að hleypa flugdrekunum sínum á loft.

Á himni mátti sjá fjölbreytta flugdrekaflóru og sumir þeirra voru útbúnir af krökkunum sjálfum, sem voru á ýmsum aldri.

Flugdrekadagurinn var haldinn að frumkvæði Bókasafns Kópavogs í tilefni menningarhátíðar bæjarins, Kópavogsdaga.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert