„Fegurð næturhiminsins“

Ljósmynd/Stephane Vetter

Ljósmynd ljósmyndarans Stephane Vetter af norðurljósum yfir Jökulsárlóni hefur verið valin besta myndin í alþjóðlegri ljósmyndakeppni. Myndin sigraði í flokknum „Fegurð næturhiminsins“.

Í frásögn vefútgáfu tímaritsins National Geographic kemur fram að ljósmyndin var tekin 10. mars. Efnt var til ljósmyndasamkeppninnar til að hvetja fólk til að upplifa fegurð himinsins í næturmyrkrinu og vekja athygli á ljósmengun af völdum mannfólksins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert