Opna þjóðveginn á ný

Opna á þjóðveginn á ný í kvöld.
Opna á þjóðveginn á ný í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákveðið hefur verið að opna þjóðveginn milli Víkur í Mýrdal og Freysnes, sem hefur verið lokaður síðustu daga vegna öskufalls frá eldgosinu. Engar takmarkanir verða á umferð eftir kl. 19 í kvöld.

Verið er að senda tæki á staðinn til að hreinsa sandskafla sem hafa myndast á veginum.  Opnunin er með þeim fyrirvara að aðstæður geta breyst þannig að loka þurfi veginum aftur, segir í tilkynningu frá lögreglunni.
 
Skyggni á leiðinni getur víða verið lélegt og vegfarendur eru beðnir að sýna varkárni og að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Áfram má búast við öskufoki víða suðaustanlands. Þar er spáð norðan- og norðvestan 5-13 m/sek, en allt að 20 m/sek allra austast í fyrstu. Lægja á í kvöld og hægviðri á morgun og smásúld vestantil. Hita er spá frá 5 til 10 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert