,,Ríkisútgerðin" stærri en norðlenskar útgerðir

Sigurbjörg ÓF-1, sem Rammi gerir út.
Sigurbjörg ÓF-1, sem Rammi gerir út.

Á vef norðlenska útgerðarfyrirtækisins Ramma hf. er því haldið fram að verði frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að lögum verði aflaheimildir ráðherra 20 þúsund þorskígildistonnum meiri en í öllum byggðarlögum norðanlands samanlagt.

„Verði frumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum – og komi það að fullu til framkvæmda – verða geðþóttapottar ráðherrans um 77 þúsund þorskígildistonn ef miðað við 20 ára meðalveiði helstu nytjastofna," segir á vef Ramma en byggðarlögin sem vísað er til eru Hvammstangi, Blönduós, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Hofsós, Haganesvík, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Grímsey, Hrísey, Dalvík, Árskógssandur, Hauganes, Akureyri, Grenivík, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn.

„Ríkisútgerð sjávarútvegsráðherra mun því ráða yfir 20 þúsund þorskígildistonnum meira en allur útvegurinn á Norðurlandi," segir ennfremur á vef Ramma.

mbl.is

Bloggað um fréttina