Engin öskuáhrif á flug

Farþegar á Fuhlsbüttel flugvelli í Hamborg bíða eftir upplýsingum í …
Farþegar á Fuhlsbüttel flugvelli í Hamborg bíða eftir upplýsingum í gær en völlurinn lokaðist tímabundið vegna öskuskýs frá Grímsvötnum. Reuters

Flug hér á landi, bæði innanlands og milli landa, er komið í eðlilegt horf á ný en flugvellir lokuðust í vikunni vegna ösku frá Grímsvatnagosinu. Það sama er að segja um önnur lönd í Evrópu þar sem flugumferð raskaðist.

Evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol segist ekki búast við umtalsverðum truflunum vegna ösku næsta sólarhringinn.

Fyrr í vikunni var flugvöllum á Írlandi, Skotlandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi lokað vegna öskuskýs flug er nú samkvæmt áætlun. Eurocontrol segir, að enn hafi verið einhver aska í loftinu yfir norðurhluta Skandínavíu og norðurhluta Rússlands en búist sé við að hún hverfi síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert