Segir auglýsingu ekki villandi

Ari Edwald.
Ari Edwald.

„Við náttúrlega nýtum allar okkar auglýsingar fyrir stöðina og hvetjum fólk til þess að fá sér áskrift þó það sé tilfallandi hvaða viðburð við erum að auglýsa hverju sinni,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, aðspurður hvort það sé ekki villandi framsetning hjá fyrirtækinu að auglýsa úrslitaleikinn í meistaradeild Evrópu sem fram fer næstkomandi laugardag og verður í opinni dagskrá, og hvetja fólk í sömu auglýsingu til þess að kaupa áskrift að Stöð 2.

„Ég tel það nú ekki vera. Í öllum okkar auglýsingum bendum við fólki á það hvernig það geti orðið sér úti um áskrift,“ segir Ari og tekur fram að margt efni í kringum t.d. úrslitaleikinn í meistaradeildinni sé ekki í opinni dagskrá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »