Punktaletur viðurkennt ritmál

Blindraletrið er viðurkennt sem fyrsta ritmál þeirra sem á þurfa …
Blindraletrið er viðurkennt sem fyrsta ritmál þeirra sem á þurfa að halda. mbl.is/Þorkell

Íslenskt punktaletur er viðurkennt fyrsta ritmál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Ákvæði um þetta er í lögum um stöðu íslenskunnar sem samþykkt var samhljóða á Alþingi í gær.

Hver sem hefur þörf fyrir blindralestur vegna skerðingar á sjón skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt punktaletur um leið og hann hefur getu til, segir í nýju lögunum.

Blindrafélagið hafði frumkvæði af því að óska eftir að gefa umsögn um þetta mál og var tekið tillit til tillagna þess við afgreiðslu málsins í Alþingi.

„Í þessu felast umtalsverðar réttarbætur fyrir þá sem nota punktaletur og styrkir stöðu þeirra við að fá efni frá hinu opinbera á punktaletri," segir á vef Blindrafélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert