„Eitt allsherjar klúður“

Þingfundur hófst með óundirbúnum fyrirspurnartima kl. 10:30 í morgun.
Þingfundur hófst með óundirbúnum fyrirspurnartima kl. 10:30 í morgun. mbl.is/Kristinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Steingrímur J.Sigfússon fjármálaráðherra deildu hart um bankaskýrsluna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Bjarni sagði komið á daginn að málið allt hafi verið „eitt allsherjar klúður“. 

Bjarni sagði þrjú mál efst á baugi í umræðunni um bankana. Skuldaúrvinnsla fyrir heimili og fyrirtæki hafi dregist úr hófi fram. Þá hafi vakið mikla athygli hve hagnður bankanna hafi verið mikill í efnahagslægðinni. Nú kæmi bankaskýrslan fram með upplýsingar um endurreisn bankanna og um kostnað ríkisins og aðdraganda þess að samið var við kröfuhafana.

Spurði Bjarni Steingrím hvort ekki væri kominn tími til að viðurkenna „að þetta er allt saman með allt allt öðrum hætti heldur en að var stefnt og málið í heild sinni er í raun og veru eitt allsherjar klúður. Þegar kostnaðurinn er miklu meiri fyrir ríkið heldur en okkur hefur hingað til verið sagt. Þegar allur ávinningurinn af uppsveiflunni, hann lendir hjá kröfuhöfunum. Þegar skuldaúrvinnsla fyrirtækja og heimila hefur dregist svo úr hófi sem raun ber vitni og einkavæðingin fór fram án þess að við ræddum það hér í þingsal. Er þá ekki kominn tími til fyrir fjármálaráðherrann að horfast í augu við að þetta í heild sinni er allt með öðrum hætti en að var stefnt,“ sagði Bjarni.

Steingrímur mótmælti gagnrýni Bjarna og sagði að þessi flókna og viðamikla aðgerð hafi þvert á móti gengið vel og niðurstaðan orðið hagstæð fyrir ríkissjóð og íslenskt efnahagslíf. 

Hann mótmælti því að skýrslunni hafi verið laumað inn á Alþingi. Þá sagði hann málflutninginn um skýrsluna byggja á grundvallarvanþekkingu á eðli þessa máls. Engin stefnubreyting hafi orðið af hálfu ríkisstjórnarinnar við endureisn bankanna. 

Fjármálaeftirlitinu hafi verið falin mjög víðtæk völd til að ráðstafa eignum bankanna. „Niðurstaðan var bersýnilega mjög hagstæð fyrir ríkissjóð miðað við upphaflegar áætlanir og ef ríkið hefði þurft að leggja fram 385 milljarða í eigið fé hefði vaxtakostnaðurinn orðið 46 milljörðum meiri á árunum 2009 og 2010. Sannanlega sparar eiginfjárframlag skilanefndanna í Arion og Íslandsbanka yfir 20 milljarða í vaxtakostnað á árunum 2009 og 2010,“ sagði Steingrímur.

Hann sagði það augljóst að gjörningurinn hafi þurft að standast annað hvort á grundvelli samkomulags eða að standast fyrir dómi. Ekki sé hægt að færa eignir undan búum með stjórnvaldsákvörðunum. Það myndi aldrei halda vatni fyrir dómstólum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert