Kafarar fljótir í sjóinn

mbl.is/Eggert

Aðeins átta mínútur liðu frá því að tilkynning barst til Neyðarlínu um bíl sem ekið hafði verið út í höfnina í Reykjavík og þar til fyrsti kafari frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var kominn í sjóinn.

Bílnum var ekið út í höfnina rúmlega hálf tvö í nótt. Ökumaðurinn, sem komst út úr bílnum af sjálfsdáðum, var fluttur til aðhlynningar á Landspítala-háskólasjúkrahús. Kafarar köfuðu niður að bílnum til að athuga hvort fleiri hefðu verið í bílnum en svo var ekki. Bílnum var í kjölfarið komið á land.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ekki búið að staðfesta hvað olli því að bílnum var ekið út í höfnina en grunur er um að ökumaðurinn hafi ekki verið fær um að stjórna bifreið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert