Skjálftar mældust við Kötlu

Tveir skjálftar upp á 3,1 og 2,3 mældust í Mýrdalsjökli í grennd við Kötlu á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er þó ekki endilega talið að um eiginlega jarðskjálfta sé að ræða, enda mældust þeir á 0,0 km dýpi og 1,1 km dýpi.

Hugsanlega sé frekar um að ræða íshrun, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hann segir að einnig verði að líta til gæða gagna á vef Veðurstofunnar en þau eru 90% og 83% á umræddum skjálftum.

Enginn órói er á svæðinu og því virðist engin hætta á að Katla bæri á sér, alla vega í bráð.

mbl.is

Bloggað um fréttina