Fyrstu pólitísku réttarhöldin

Geir H. Haarde á blaðamannafundinum í dag.
Geir H. Haarde á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag, að þingfesting máls Alþingis gegn sér í landsdómi á morgun jafngildi því að fyrstu pólitísku réttarhöldin séu að hefjast á Íslandi.

„Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir m.a.

Geir sagði, að þetta væri pólitísk atlaga og valdhafar landsins séu að beita öllum mögulegum ráðum til að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi. Þá lýsti Geir þeirri skoðun, að Alþingi hefði misbeitt valdi sínu með því að samþykkja nýlega lög þar sem umboð tiltekinna dómara í landsdómi var framlengt í þessu máli.

Geir sagðist ekki ætla að tjá sig um einstaka ákæruliði fyrr en fyrir landsdómi. „En ég get sagt það strax, og það mun ég gera í réttarhaldinu á morgun, að ég vísa þessum ákæruatriðum á bug sem fráleitum," sagði Geir.

Sagði hann m.a. að komið hefði í ljós,  að ákvarðanir sem ríkisstjórn hans bar ábyrgð á í aðdraganda bankahrunsins, voru réttar og hefðu komið miklu betur út fyrir efnahag landsins, en það sem ríkisstjórnir í öðrum löndum voru margar að bauka við á þessum tíma.

Ætti að vísa ákærunni sjálfkrafa frá

Geir sagði, að  hann hefði velt því fyrir sér hvort hann ætti ekki að láta málið ganga á enda, yfirheyra 60-80 vitni, stoppa öll önnur mál í Hæstarétti vikum saman og knýja síðan fram sýknu. Hann sagðist þó engu að síður telja það skyldu sina, að láta á það reyna hvort hægt sé að bjóða dómstólum upp á ákæru í því formi, sem hún er. Sagðist Geir raunar telja, að landsdómur ætti að vísa málinu frá sjálfkrafa.

Geir sagðist hafa upplýsingar um að málið gæti dregist á langinn og að ekki verði hægt að taka fyrir frávísunarkröfu hans í dómnum fyrr en í september. Hann sagði jafnframt, að óhóflegar og ástæðulausar tafir hefðu orðið á málsmeðferðinni allri og það brjóti að hans mati í bága við ákvæði landsdómslaga.

Geir sagði,  að ákæruskjalið væri meira og minna samhljóða þeirri ályktun sem Alþingi samþykkt sl. haust. Þá hefðu verið lagðar fram 3700 blaðsíður af fylgiskjölum. Geir sýndi skjalamöppur og sagði að þeim væri að finna aragrúa af skjölum, þar á meðal heilu skýrslurnar frá erlendum matsfyrirtækjum, erlendum stofnunum og ræðu sem Geir flutti í Bergen árið 2007. Sagðist Geir ekki skilja hvað margt í þessum möppum ætti skylt við málið.

En verra væri, að greinargerð vantaði með ákærunni og engin grein væri gerð fyrir því hvaða þýðingu þessi skjöl hefðu fyrir rekstur málsins. Enginn rökstuðningur væri fyrir ákærunni og því ekki heiglum hent að ætla að verjast ákæru sem erfitt væri að sjá á hverju hún byggði.

Við ofurefli að etja

Geir sagði, að óhóflegar tafir á málsmeðferðinni hefðu valdið gríðarlegum kostnaði, bæði fyrir ríkið, sem sækti málið af miklum þunga, og fyrir hann sjálfan sem sakborning.  Í raun væri við ofurefli að etja og dýrt að hafa góða lögmenn í sinni þjónustu. 

Geir sagði, að hann og Andri Árnason, lögmaður hans, hefðu byggt upp teymi lögfræðinga og sérfræðinga. Einnig gerði Alþingi kröfu um að hann greiddi allan sakarkostnað og það þýddi að hann þyrfti að búa sig undir mikil útgjöld. Því hefði sú leið verið farin að því að safna liði og nokkrir stuðningsmenn hans hefðu opnað vefsíðuna málsvörn.is þar sem safnað er fé til málsvarnar Geirs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi í gegnum hana og klauf. Skemmdirnar hlaupa á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

Í gær, 22:33 Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »

„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Í gær, 21:55 Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk. Meira »
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Frímerkjasafnarar
Frímerkjasafnarar Þýskur alvöru frímerkjasafnari vill komast í kynni við íslensk...
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....