Myndlykill ekki inni í nefskatti

Gunnar Bragi Sveinsson á Alþingi ásamt fleiri þingmönnum.
Gunnar Bragi Sveinsson á Alþingi ásamt fleiri þingmönnum. mbl.is/Ómar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði fjármálaráðherra að því á Alþingi hvort nefskattur sem landsmenn greiði vegna Ríkisútvarpsins ætti ekki að standa straum af öllum kostnaði fólks vegna afnota af því.

Nú stæði hins vegar til að fólk þyrfti bráðlega að leigja myndlykil til þess að ná útsendingum Ríkissjónvarpsins. Benti hann á að í Noregi greiddi norska ríkisútvarpið fyrir sambærilega myndlykla.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist telja langsótt að gera ráð fyrir að nefskatturinn ætti að standa straum af kostnaði vegna myndlykils og að það væri í raun sambærilegt við það að gert væri ráð fyrir því að nefskatturinn greiddi fyrir sjónvarpstæki landsmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert