420 milljóna samdráttur á milli ára

Hagfræðingur LÍÚ segir að tillögur Hafrannsóknastofnunar um að auka þorskkvótann á næsta fiskveiðiári um 17.000 tonn, úr 160 þúsund tonnum í 177 þúsund tonn, séu metnar á um 7 milljarða króna.

En þá er miðað við að verð á þorski til útflutnings sé rúmar 400 kr. kílóið.

Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir að tillögur Hafró um að draga úr veiðum á öðrum tegundum vegi hins vegar upp á móti þessari hækkun.

Hafró leggur m.a. til  ýsukvóti verði minnkaður úr 50 þúsund tonnum í 37 þúsund tonn. Einnig eru gerðar tillögur um að dregið verði úr veiðum á ufsa og steinbít, svo dæmi séu tekin.

Sveinn segir að miðað við þessar forsendur sé ljóst að útflutningsverðmætið muni lækka sem nemur 422 milljónum kr. á milli fiskveiðiára.

Sveinn tekur aftur á móti fram að aðeins sé um tillögur um aflamark að ræða sem geti breyst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert