Kreppa í Krýsuvíkurbjargi

Krýsuvíkurbjarg er nú ekki svipur hjá sjón miðað við það sem menn eiga að venjast á þessum árstíma. Fáir svartfuglar sitja á syllum og enn færri liggja á eggjum. Þess í stað eru svartfuglabreiður á sjónum.

Ástand sjófuglanna veldur áhyggjum, jafnt fuglaáhugamönnum og vísindamönnum. Dr. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur starfað með Arnþóri Garðarssyni prófessor við HÍ og fleirum við vöktun bjargfugla, meðal annars í Krýsuvíkurbjargi.

Guðmundur segir að ástandið í Krýsuvíkurbjargi nú sé sýnu verra en áður. Þess varð ekki vart t.d. í fyrra að fuglarnir yrpu ekki. Hann telur líklegt að fuglinn sé í svo slæmum holdum að hann reyni ekki varp.

Byrjað var að fylgjast reglulega með Krýsuvíkurbjargi og fleiri fuglabjörgum árið 1985. Fuglar í þeim voru taldir á varptíma á fimm ára fresti. Mikillar fækkunar tók að gæta upp úr síðustu aldamótum og í talningunni 2005 var fækkunin staðfest.

Við fyrstu talningu í Krýsuvíkurbjargi voru þar um 20.000 langvíupör, 8-9 þúsund álkupör og um 3.000 stuttnefjupör. Stuttnefjan er að heita má horfin og langvíum og álkum hefur fækkað mikið. Ástandið nú í vor er sýnu verst. Mjög fáir fuglar hafa orpið og á það bæði við um svartfugla og ritur.

Guðmundur sagði í samtali við mbl.is að fækkun sjófuglanna í stóru fuglabjörgunum hafi komið mikið á óvart. Menn hefðu ef til vill talið að fyrr myndi fækka í minni björgum og því sem kalla má jaðarbyggðir. Bjargfugli hefur ekki fækkað síður t.d. í Látrabjargi en í mörgum minni björgum.

Stærsta álkubyggð í heimi er enn í Stórurð undir Látrabjargi. Álkan hefur engu að síður fært sig í stórum stíl norður fyrir land, til dæmis til Grímseyjar. Stuttnefjum hefur fækkað mikið og stofninn helmingast á um 20 árum. Hún er nú nær alveg horfin úr Vestmannaeyjum og víðar við suður- og vesturströndina. 

Breyting í fæðuframboði svartfuglanna er talin líklegasta skýringin á fækkun þeirra í fuglabjörgunum. Sýnileg breyting varð í kringum árið 2005 þegar einnig varð vart skorts á sandsíli í sjónum við suður- og vesturland.

Bjargfuglarnir lifa mikið á smáfiskum á borð við síli og loðnu.  Fyrir norðan land hafa fuglarnir aðgang að loðnu en sílaskorturinn fyrir sunnan hefur komið hart niður á mörgum tegundum. Lundinn í Vestmannaeyjum hefur til dæmis ekki komið upp pysjum nokkur sumur í röð og krían hefur ekki heldur náð að koma upp ungum sínum vegna ætisskorts. 

Guðmundur sagði viðkomubrest sjófuglanna vera mikið áhyggjuefni. Varpstofnar langlífra tegunda á borð við langvíur og lunda rýrna um 10% á ári ef ekki er nein nýliðun. Nú virðist sem lundastofninn í Vestmannaeyjum, þar sem er stærsta lundabyggð við Norður-Atlantshafi, ætli ekki að koma upp ungum sjöunda árið í röð. 

Kreppa sjófuglanna undanfarin ár veldur því að enginn geldfugl er eftir, það eru fuglar upp að 4-5 ára aldri.  Það er því ljóst að rétti fuglastofnarnir úr kútnum tekur það nokkur ár áður en ástandið verður aftur eðlilegt.

Spurður um hvort eitthvað væri til ráða svaraði Guðmundur því að menn gætu lítið gert, nema að hætta veiðum og eggjatöku til að hlífa stofnunum.  Fuglunum veiti ekki af öllu sínu þessi árin til að komast af.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...