„Ákveðin viðurkenning“

mbl.is/Eggert

„Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við höfum verið að segja árum saman,“ segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir í samtali við mbl.is, spurð út í niðurstöðu rannsóknarskýrslu umstarfshætti og viðbrögð kirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni, biskupi, um kynferðisbrot.

Sigrún Pálína vísar þá til þess sem hún, Dagbjört Guðmundsdóttir og Stefanía Þorgrímsdóttir hafa haldið fram árum saman varðandi Ólaf biskup.

Hún vonast til að með skýrslunni verði hægt að setja punkt fyrir aftan málið. „Ég vona að kirkjuþing taki á þessu af ábyrgð og taki við ábyrgðinni á þessu máli,“ segir Sigrún Pálína. Það sé búið að taka yfir 32 ár að komast að niðurstöðu.

Kirkjuþing mun koma saman á þriðjudag til að fara yfir skýrsluna og þær ábendingar sem þar koma fram.

Hafi ekki komið heiðarlega fram

Sigrún Pálína segir að það sé miður að ekki sé tekin ákveðnari afstaða varðandi hlutdeild Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og Karls Sigurbjörnsson biskups. Sigrún Pálína vísar til viðbragða þeirra á sáttafundi sem var haldinn í Hallgrímskirkju dagana 2. og 3. mars árið 1996.

„Ég veit hvað gerðist frá mínum bæjardyrum séð. Og mér finnst þeir ekki hafa komið heiðarlega fram. Hvorki þá eða núna í dag,“ segir Sigrún Pálína um þá Hjálmar og Karl.

Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að sérstaklega hafi verið kappkostað að reyna að upplýsa um þau atriði sem Sigrún Pálína hafi helst talið fela í sér ámælisverða framkomu í hennar garð af hálfu þeirra Karls og Hjálmars.

„Fyrir liggi að þeir hafi með öllu hafnað staðhæfingum Sigrúnar Pálínu um þessi atvik. Eftir að hafa yfirfarið gögn málsins og framburð fyrir rannsóknarnefndinni sé ljóst að orð standi á móti orði um hvernig háttað hafi verið framvindu atburðarásarinnar síðla sunnudags 3. mars 1996,“ segir í skýrslunni.

Atburðarásin skjalfest

Aðspurð þá segist hún vera ánægðust með það að þessi atburðarás skuli nú vera skjalfest. „Að það sé skjalfest sem gerðist innan kirkjunnar á þessum tíma. Bara að það skuli vera komin yfir 300 síðna skýrsla er ákveðinn sigur,“ segir hún.

Sigrún Pálína tekur fram að hún eigi eftir að fara betur yfir skýrsluna en hún kynnti sér helstu niðurstöður hennar í kjölfar birtingarinnar í dag. „Ég ætla að nota næstu daga til að fara yfir skýrsluna og ég vonast til að þeir sem lesi um Hallgrímskirkjufundinn séu ekki í vafa um sannleikann.“

Sigrún Pálína segir að þrátt fyrir að hún hafi orðið að yfirgefa landið árið 1996 þá hafi hún aldrei gefist upp. Ástæðan sé sú að hún gat ekki sætt sig við það að það væri ekki hægt að koma fram með svona mál. Mikilvægt sé að konur, börn og menn fái að njóta réttlætis.

Þá vonast Sigrún Pálína til að málið hafi leitt til þess að þeim hafi nú tekist að sýna fram á að það sé hægt að láta réttlætið fram ganga.

Ró komist á málið

„Síðan að það komist ró á og þjóðkirkjan taki af ábyrgð á þessu máli,“ segir hún.

„Ég hef aldrei getað sætt mig við það að skyldi þurfa að segja mig úr þjóðkirkjunni og vona að það komi sá dagur að ég geti sagt mig inn í hana aftur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »

Geri úttekt á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu

15:37 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggur til að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í heild, og þar með talið stjórnsýslu þess, með tillögum um úrbætur. Meira »

Minntist Sverris og Guðjóns

15:27 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Sverri Hermannsson og Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismenn, við upphaf þingfundar nú síðdegis og bað þingheim að minnast þeirra með því að rísa úr sætum. Meira »

„Gagnlegur og góður“ fundur með Merkel

15:36 Í samtali við mbl.is segir Katrín að hún og Angela Merkel hafi farið vítt yfir sviðið í samræðum sínum. Katrín óskaði þess að íslenskir embættismenn mættu leita liðsinnis þýskra kollega sinna varðandi leitina að Hauki Hilmarssyni, sem sagður er að hafi fallið í árás tyrkneska hersins í Sýrlandi. Meira »

Flest málefni varða börn

15:13 Of lítið hefur verið tekið mið af börnum við lagasetningu á þingi þrátt fyrir flest málefni varði börn með einum eða öðrum hætti. Það er þó að breytast til betri vegar. Þetta segir Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Meira »

Katrín fundaði með Merkel

14:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í Berlín í Þýskalandi þar sem hún fundaði í dag með Angelu Merkel. Hófst fundurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Meira »

Kettir eru róandi

14:00 Eigendur fyrsta kattakaffihúss landsins komu í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar og með þeim einn af íbúunum, Fabio, tíu ára fress, sem þurfti að kynna sér hljóðverið á meðan á viðtalinu stóð. Meira »

Taki næstu skref að auknu jafnrétti

13:59 Formannaráð BSRB skorar á atvinnurekendur að taka næstu skref í tengslum við #metoo byltinguna. Þetta var niðurstaða fundar ráðsins fyrr í dag og segir í fréttatilkynningu að BSRB skori á atvinnurekendur að taka næsta skref með athugun á vinnumenningu og greiningu á völdum og valdastöðu. Meira »

Segir áhugaleysi á Afrin algjört

13:52 „Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist,“ segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði. Hún vandar íslenskum stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. Meira »

Færri og betri uppboð á myndlist

13:18 „Við erum ánægð með þetta uppboð en á því er fjöldi góðra verka eftir þekkta listamenn,“ segir Jó­hann Ágúst Han­sen, fram­kvæmda­stjóri og upp­boðsstjóri hjá Galle­rí Fold, um fyrsta uppboð ársins hjá galleríinu í kvöld kl. 18. Meira »

Hamfaragos í Eldgjá ýtti undir kristnitöku

11:58 Gos í Eldgjá skömmu eftir landnám ýtti undir trúskiptin hér á landi. Þetta er niðurstaða teymis vísindamanna í rannsókn sem leidd var af Cambridge-háskóla. Meira »

Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

13:46 Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Meira »

Helmingur næringarfullyrðinga fyllti ekki kröfur

12:49 Helmingur næringar- og heilsufullyrðinga á matvörum og fæðubótarefnum uppfyllti ekki kröfur. Þetta kemur fram í rannsókn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þessum vörum frá maí 2016 til febrúar 2017. Meira »

Svindlsíminn hringdi í lögguna

11:53 Íslenskum símafyrirtækjum bárust um helgina tilkynningar um hrinu svindlssímtala. Síminn lokaði á yfir 100 erlend númer nú um helgina og jafnvel lögreglan fékk símtal úr einu svindnúmeranna. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...