Nonna minnst í Köln

Stytta af Jóni Sveinssyni, Nonna, stendur í Innbænum á Akureyri.
Stytta af Jóni Sveinssyni, Nonna, stendur í Innbænum á Akureyri. Skapti Hallgrímsson

Sýning til heiðurs Nonna, Jóni Sveinssyni rithöfundi og Jesúítapresti, verður haldin í Köln 18.-30. júní næstkomandi. Sýningin verður í Domforum, upplýsinga- og menningarmiðstöð í miðborg Kölnar.

Sýningin heitir Nonni, líf og störf (Nonni, Leben und Werk). Nonni var fæddur 1857 og hann lést 1944. Sýningin samanstendur af veggspjöldum og textum. Gert Kreutzer, frá norrænudeild háskólans í Köln, og Kristín Steinsdóttir rithöfundur opna sýninguna. 

Þá verður fyrsti hluti sjónvarpsþáttanna um Nonna og Manna sýndur. Sýningin er hluti af alþjóðlegri barnabókakynningu sem haldin er í Köln.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert