Óviðeigandi að leita að „fallbyssufóðri“ hér á landi

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í Tíufréttum RÚV mjög óviðeigandi að norski herinn leiti eftir málaliðum hér á landi, eða fallbyssufóðri. Þá þykir honum sérkennilegt að íslenskir skólar heimili hernum að kynna starfsemina.

Í samtali við fréttamann RÚV sagði Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Vinstri grænna, að það skjóti skökku við að norski herinn leiti til Íslands eftir málaliðum. Hann segir að verið sé að ginna ungt fólk til þess að fara í herinn fyrir ókeypis menntun á móti.

mbl.is

Bloggað um fréttina