Margir viljað eigna sér Jón

Minningarfundur í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta ...
Minningarfundur í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta verður haldinn á Alþingi í dag. Frá upphafi þingfundarins. mbl.is/Eggert

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu á Alþingi í umræðum um stofnun prófessorsstöðu tengd nafni Jóns Sigurðssonar forseta að margir hefðu viljað eigna sér hann og hugsjónir hans í stjórnmálaátökum liðinna ára.

Þannig sagði Þorgerður Katrín að andstæðar fylkingar hefðu beitt Jóni fyrir sig í átökum um uppkastið svonefnt að sambandslögum á milli Íslands og Danmerkur í upphafi síðustu aldar. Síðar í átökum um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO), Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og síðan um EES-samninginn.

Sagði Þorgerður að þó ýmsir hópar hér á landi hafi í gegnum tíðina viljað eigna sér Jón þá væri staðreyndin sú að hann væri þjóðarinnar allrar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is / Heiðar Kristjánsson
mbl.is