Biður þjóðina að horfa fram

Dómkirkjan
Dómkirkjan mbl.is / Hjörtur

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði í predikun í Dómkirkjunni í morgun að á tímum þegar margur horfir reiður um öxl og starir inn í skugga fortíðar skulum við leitast við að horfa fram, fram til birtunnar í von.

„Eigi víkja frá hugsjón til æðri markmiða svo við séum þjóð, einstaklingar, sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og hver öðrum, og lotningu fyrir lífinu, þessu undursamlega, brothætta, dýrmæta lífi sem okkur er léð.

Við stöndum nú í urðinni eins og mannfjöldinni á lágmyndinni þarna úti. En það er enginn kraftajötunn sem ryður okkur braut, og við skulum ekki leita hans.

Jón Sigurðsson var enginn kraftajötunn eða ofurmenni, hvað þá dýrlingur, að því er fram kom í predikun Karls.

„Hann var maður, með sína bresti og takmarkanir. Hvorki hann, né nokkur annar maður, karl eða kona, á kröfu til ginnhelgi og dýrkunar. Oft hefur krafan um ofurmennið, goðumlíka leiðtogann sem öll ráð og lausnir hefur í hendi sér, leitt þjóðir undir ný ánauðarok og helsi. Það eru ófærur. Ofurmenni eru af skornum skammti, og helgir menn eru reyndar fáir og jafnan öðrum fremur meðvitaðir um smæð sína, synd og takmarkanir mannsins og þörf fyrir fyrirgefningu og frelsara, fyrir Guð."

Predikun biskups í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert