„Önnur barátta en ég þekki“

Sigursteinn ásamt eiginkonu sinni, Önnu Elínu Daníelsdóttur og börnum: Magnúsi ...
Sigursteinn ásamt eiginkonu sinni, Önnu Elínu Daníelsdóttur og börnum: Magnúsi Sveini, Unni Elínu og Teiti Leó. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eftir afburðaíþróttaferil glímir Sigursteinn Gíslason nú við erfitt krabbamein. Knattspyrnukappinn sem níu sinnum varð Íslandsmeistari greindist í síðasta mánuði með krabbamein í nýrum og lungum og heyr nú mestu baráttu lífs síns.

„Ég ætla að takast á við þetta af æðruleysi, reyni að vera jákvæður og nýta mér það sem íþróttirnar hafa kennt mér. Þetta er dauðans alvara eins og einhver sagði og önnur barátta en ég þekki. Þessi leikur verður langur og strangur, en ég ætla að vinna hann eins og svo marga á ferlinum,“ segir Sigursteinn, sem verður 43 ára eftir viku.

 Föstudaginn þrettánda

Hann segist ekki hafa kennt sér meins fyrr en um miðjan síðasta mánuð. „Það var í rauninni enginn fyrirvari,“ segir hann. „Svo var það þennan skrýtna dag, föstudaginn 13. maí, að ég fór að kenna til í síðunni vinstra megin. Ég var í vinnunni hjá Eimskip og gerði ekkert með þetta, en þetta ágerðist um helgina þannig að ég fór á sunnudagsmorguninn upp á bráðamóttöku. Eftir að hafa verið þar í nokkra klukkutíma í alls konar rannsóknum var staðfest að fyrirstaða var í báðum nýrum og báðum lungum.

Eftir helgina fékk ég svo að vita að um nýrnakrabbamein væri að ræða. Móðuræxlið var í vinstra nýra og hafði dreift sér í bæði lungu og hægra nýrað. Það fylgdi upplýsingunum að meinið væri í raun ólæknanlegt, en hægt væri að reyna að halda því niðri með lyfjagjöf. Fyrsta ákvörðun var að taka vinstra nýrað. Það var gert fyrir tveimur vikum og sú aðgerð tókst vel. Nú þarf ég að jafna mig áður en ég byrja í lyfjameðferðinni.“

Gömlu vinirnir blása til sóknar

Sigursteinn varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Skagamönnum og fjórum sinnum með KR-ingum. Á síðustu áratugum mun enginn hafa fagnað meistaratitli í knattspyrnu jafnoft. Sigursteinn lék 22 landsleiki fyrir Íslands hönd og í hálft ár var hann á lánssamningi hjá Stoke í Englandi meðan Guðjón Þórðarson var þar við stjórnvölinn. Hann segist hafa átt möguleika á að fara í atvinnumennsku til Skandinavíu, en ekki haft áhuga. Hann var í nokkur ár aðstoðarþjálfari hjá KR og var á sínu þriðja ári sem þjálfari Leiknis í Breiðholti þegar veikindin gerðu vart við sig.

Á morgun, laugardag, hafa vinir Sigursteins blásið til „Meistaraleiks Steina Gísla“ á Akranesi. Þar mætast samherjar hans úr meistaraliðum ÍA og KR klukkan 17.15 og verður þar mörg kempan á ferð. „Þeir eru aldeilis búnir að blása til sóknar gömlu vinirnir í þessum félögum,“ segir Sigursteinn.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Taka daginn í viðræðurnar

10:16 Fundur hófst klukkan 10:00 í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Meira »

Voru án rafmagns í rúman sólarhring

08:18 Raflínur slitnuðu og staurar brotnuðu á Melrakkasléttu þegar ofsaveður gekk yfir sl. föstudag en norðanstórhríðinni fylgdi mikil ísing þarna við sjóinn og sligaði línurnar. Meira »

Karlar mun fleiri en konur

07:57 Um 8.700 fleiri karlar en konur bjuggu á Íslandi í byrjun ársins. Það er sennilega Íslandsmet en hlutfallið milli karla og kvenna hefur breyst mikið síðustu ár. Meira »

Aukinn vandi vegna skyndilána

07:47 Ungt fólk á aldrinum 18-29 ára hefur ítrekað leitað til umboðsmanns skuldara vegna töku smálána. Segir umboðsmaður skuldara þetta verulegt áhyggjuefni. Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Meira »

Yfir 300 þúsund gestir í Kerið í fyrra

07:37 „Við erum mjög ánægðir með hvernig aðsóknin hefur verið,“ segir Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kersins í Grímsnesi.   Meira »

Jeppafólki komið til aðstoðar

07:21 Björgunarsveitarfólk á Suðurlandi var kallað út í nótt vegna jeppafólks sem ekki hafði skilað sér niður af Langjökli í gærkvöldi. Meira »

Reynir á frárennsliskerfi

06:54 Nú er farið að bæta í vind og hlýna. Með morgninum bætir talsvert í rigningu sunnan og vestan til og hitinn fer víða í 5 til 8 stig. Búast má við miklum leysingum um allt land og í þéttbýli reynir mikið á frárennsliskerfi og góð leið til að fyrirbyggja vatnstjón er að greiða leið vatns í niðurföll. Meira »

Nánast allt flug WOW á áætlun

06:19 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Allar flugvélar WOW air frá Íslandi voru á áætlun í morgun fyrir utan flug til Gatwick-flugvallar í London. Meira »

Mætti innbrotsþjófnum

05:51 Íbúi fjölbýlishúss í Árbænum, sem var að koma heim á níunda tímanum í gærkvöldi, sá að útihurð íbúðarinnar var opin og að maður kemur út úr íbúðinni, sem er á tíundu hæð, með poka í hönd. Maðurinn nær að hlaupa á brott með verðmæti úr íbúðinni. Búið var að spenna upp útihurðina. Meira »

Hraðasta afgreiðslan er á Íslandi

05:30 Afgreiðsla vegabréfa á Íslandi er með því sem best gerist. Í dag tekur það tvo virka daga að fá vegabréfin afgreidd, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Svíþjóð kemur næst á eftir Íslandi með fimm daga en það tekur fjórar til sex vikur að fá vegabréf í Bandaríkjunum. Meira »

Áhrif á fjöldaþróun ofmetin

05:30 Á fundi sem forsvarsmenn Icelandair Group áttu með forystufólki í ríkisstjórn Íslands í gær, voru kynntar hugmyndir sem miða að því að lágmarka höggið sem yrði af falli WOW air. Þar er einkum horft til þess að tryggja að áhrif slíkra atburða myndu hafa sem minnst áhrif á flæði ferðamanna til og frá landinu. Meira »

Innviðir hér ekki jafn sterkir

05:30 Innviðir til björgunar við aðstæður sambærilegar þeim sem voru þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélarvana við strendur Noregs um helgina eru ekki jafn sterkir hér á landi og í Noregi og verða sennilega aldrei. Þetta segir Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði hjá Gæslunni. Meira »

Vísbendingar um að háttsemi RÚV sé í bága við lög

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) hafa óskað fundar með mennta- og menningarmálaráðherra vegna samningsgerðar RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur. Meira »

Litla gula hænan leggur upp laupana

05:30 Kjúklingabúið Litla gula hænan hætti rekstri í mánuðinum vegna húsnæðisvandræða og hefur síðustu vikur verið að tæma lagerinn sinn. Meira »

HönnunarMars í skugga verkfalla

05:30 HönnunarMars hefst á fimmtudaginn með tilheyrandi straumi erlendra hátíðargesta til landsins. Á sama tíma hefjast verkföll Eflingar í hótel- og rútuþjónustu og standa í tvo sólarhringa. Meira »

WOW færi sömu leið og Air Berlin

Í gær, 22:15 Eftir að Icelandair greindi frá því að viðræðum við WOW air hefði verið slitið fór af stað umræða um mögulega kosti síðarnefnda félagsins. Viðmælandi mbl.is leiddi líkur að því að WOW air gæti farið sömu leið og Air Berlin. Meira »

Aron og Embla vinsælustu nöfnin

Í gær, 21:30 Vinsælasta nafn stúlkna árið 2018 var Embla og í tilfelli drengja var það Aron. Fengu 26 stúlkur það fyrra og 51 drengur það síðarnefnda, að því er fram kemur í skýrslu Þjóðskrár Íslands. Er dreifing meiri með nafngjöfum stúlkna en drengja. Meira »

„Búum okkur undir hið versta“

Í gær, 20:41 „Þetta er grafalvarleg staða. Við verðum að bíða og sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um viðræðuslit WOW air og Icelandair. Meira »

WOW air verður endurskipulagt

Í gær, 20:11 Stefnt er að því að kynna á morgun áætlun um endurskipulagningu WOW air. Felur hún í sér að skuldum verði umbreytt í hlutafé. Reiknað er með nýjum fjárfestum að félaginu. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...