„Frumvarpið fær falleinkunn"

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ segir að frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða fái falleinkunn í úttekt sem hópur sérfræðinga hefur unnið fyrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið.

„Þetta frumvarp er ekki aðeins stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi og öllum sem við hann starfa heldur efnahag þjóðarinnar í heild. Frumvarpið fær falleinkunn í þessari hagfræðiúttekt. Öllum hlýtur að vera orðið ljóst að draga þarf frumvarpið til baka og hefja vandaða vinnu við undirbúning að gerð frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með aðkomu fulltrúa allra þeirra sem í sjávarútvegi starfa," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á vef sambandsins.

Í greinargerðinni er einnig fjallað um áhrif frumvarpsins á lánveitendur sjávarútvegsfyrirtækjanna og þau sögð veruleg. Þar segir: „Í ljósi þess að lánveitingar til sjávarútvegs eru að stórum hluta í eigu banka í opinberri eigu er því ljóst að afleiðingarnar munu bitna á skattgreiðendum með beinum hætti fari áhrif þeirra umfram getu sjávarútvegsfyrirtækjanna til að taka þær á sig."

Þar er ennfremur rakið, að á undangengnum áratugum hafi sífellt fleiri ríki tekið upp stjórnkerfi sem grundvallast á nýtingarrétti. „Aflamarkskerfi hafa því verið forsenda fyrir betri nýtingu á auðlindum sjávar."   
Varað við breytingum

Í greinargerðinni, eru settir fyrirvarar við marga þætti frumvarpsins og jafnvel varað við þeim: „Sérfræðihópurinn varar við breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem takmarka getu fyrirtækjanna til að nýta sér tækifæri á markaði eða draga úr hvötum til langtímahugsunar í skipulagi veiða og vinnslu. Á þetta jafnt við um strandveiðar, byggðakvóta, takmarkanir á framsali aflaheimilda og reglur um aðgengi að leiguhluta."

Vikið er að byggðaþróun í greinargerðinni: „Ef pólitískur meirihluti er fyrir því að grípa til aðgerða til varnar þeim byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja vegna fólksfækkunar þá er eðlilegt að það sé gert á samfélagslegum grunni en ekki lagt á herðar einnar atvinnugreinar."

Um lengd samningstíma segir í greinargerðinni: „Sérfræðihópurinn telur úthlutunartímann samkvæmt frumvarpinu mjög skamman og að óvissan um framlengingu, bæði eftir 15 og 23 ár brjóti í bága við inntak samningaleiðar." Og ennfremur: „Miklu skiptir hvort nýtingarrétturinn er tímabundinn eða varanlegur og eykst skilvirknin eftir því sem rétturinn nær til lengri tíma. Þessi áhrif spila hins vegar saman við líkur á endurnýjun tímabundins nýtingaréttar."

Í greinargerðinni segir um hækkun auðlindagjalds: „Sérfræðihópurinn telur að tillögur frumvarpsins um gjaldtöku séu innan hóflegra marka ef litið er til auðlindarentu eins og um nýja ónumda auðlind væri að ræða. Á hinn bóginn eru áhrif hennar á rekstur einstakra fyrirtækja mun neikvæðari."   
Þar segir einnig:

„Sérfræðihópurinn vill undirstrika að ekki sé hægt að horfa á gjaldtökuna í afmörkuðu tilliti. Gjaldtakan verður að vera í samræmi við aðra þætti umgjarðar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ef vegið er að möguleikum til hagræðingar og langtímahagkvæmni mun það skerða umfang auðlindarentunnar og draga úr getu útgerðarinnar til að standa undir gjaldtökunni. Þannig er gjaldtakan einungis hófleg sé hún skoðuð ein og sér. Í samhengi við aðrar tillögur frumvarpsins getur hún hins vegar ekki talist það."

Ekki er vikið að því í greinargerðinni að stærstur hluti tekna sjávarútvegsins rennur nú þegar með beinum og óbeinum hætti til ríkisins í gegnum skattkerfið, segir enn fremur á vef LÍÚ.

Um takmarkanir á framsali og algjörtu banni þess eftir 15 ár segir: „Í frumvarpinu er vegið mjög að framsali aflaheimilda. Almenn samstaða er meðal sérfræðinga í auðlindahagfræði að viðskipti með aflaheimildir skipti miklu máli um hagkvæmni í sjávarútvegi. Reynsla af framsali rennir einnig mjög stoðum undir þessa skoðun. Viðskipti með aflaheimildir grisja úr þá aðila sem síður standa sig í veiðum og hleypa þeim að sem standa betur að vígi. Sérfræðihópurinn mælir því eindregið gegn slíkum takmörkunum."

Í greinargerðinni segir um hugmyndir að banna veðsetningu aflaheimilda: „Sérfræðihópurinn telur bann við veðsetningu óráðlegt" og síðar í umfjöllun sinni: „Miðað við núverandi aðstæður er verðmæti aflahlutdeilda það mikið og það stór hluti af heildarfjárbindingu í útgerð að það yrði mjög mikið óhagræði af því að meina fyrirtækjunum að veðsetja aflaheimildir. Þetta bann jafngildir því að hækka eiginfjárkröfu sjávarútvegsfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt er talið í öðrum greinum. Í því felst umtalsverð skattlagning á fyrirtæki í greininni umfram það sem aðrir þættir frumvarpsins kveða á um og umfram skattlagningu á önnur fyrirtæki almennt."


Um strandveiðar segir í greinargerðinni: „Strandveiðar eru í eðli sínu ólympískar veiðar en reynsla af slíkum veiðum, hér á landi sem og annars staðar, er mjög á einn veg. Þær leiða til kapphlaups um afla sem hækkar sóknarkostnað, lækkar verðmæti afla og hvetja til brottkasts meðafla. Sérfræðihópurinn telur mikilvægt að stjórnvöld séu sér meðvituð um þessa hættu og þann kostnað sem þessum veiðum mun fylgja. Jafnframt leggur sérfræðihópurinn á það áherslu að strandveiðar greiði sama auðlindagjald og aðrar veiðar svo koma megi í veg fyrir að allri auðlindarentu í þeim sé sóað."

Um byggðakvóta segir í greinargerðinni: „Sérfræðihópurinn telur að byggðakvóta sé úthlutað of seint og til of skamms tíma til að líklegt sé að hann hafa veruleg jákvæð áhrif á stöðugleika efnahagslífs á landsbyggðinni. Jafnframt bjóða reglur um úthlutun heim hættunni á rentusókn. Gegnsærra og farsælla væri að styðja byggðarlög í vanda með fjárframlögum sem þau geta varið til þeirra verkefna sem þau telja brýnust, s.s. langtímauppbyggingar atvinnustarfsemi."

Í greinargerðinni er bent á að takmarkanir á framsali aflaheimilda muni gera nýliðun erfiða í aflamarkskerfinu. Bann við veðsetningu aflaheimilda geri fjármögnun dýra og erfiða. Þá er bent á að skammtímahugsun við úthlutun leigukvóta skapi óvissu. „Fáar fjármálastofnanir eru tilbúnar að lána fyrirtækjum sem búa við fullkomna óvissu um veltu," segir orðrétt í greinargerðinni og einnig: „Að þessu leyti er frumvarpið beinlínis fjandsamlegt nýliðum."

Í lokamálsgrein inngans að greinargerðinni hvetur sérfræðihópurinn til vandaðra vinnubragða: „Að síðustu vill sérfræðihópurinn benda á þau neikvæðu áhrif sem ósætti og deilur um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar hafa á rekstrarskilyrði útgerðarinnar, áhuga á fjárfestingum í greininni og nýliðun. Útgerð er áhættusöm atvinnugrein. Óvissa um þróun stofnstærða, skilyrði til veiða og ástand á mörkuðum er mikil. Ofan á þessa óvissu bætist síðan pólitísk óvissa um framtíð fiskveiðistjórnunar. Mikilvægt er að þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum séu vandaðar í hvívetna svo tryggja megi sjávarútvegnum stöðuga umgjörð sem er forsenda hagkvæmrar langtímanýtingar auðlinda sjávar."

mbl.is

Innlent »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

Í gær, 14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

Í gær, 12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

Í gær, 13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

Í gær, 12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...