Menn fari ekki af hjörum

mbl.is/Brynjar Gauti

„Niðurstaðan er þannig að menn þurfa ekki að fara af hjörunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.

Hagfræðingar gagnrýna harðlega frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem nú liggur fyrir Alþingi.

Telja þeir að nái hugmyndirnar fram að ganga muni draga úr arðsemi í sjávarútvegi, nýliðun verði erfiðari auk þess sem bann við veðsetningu afla geri bönkum erfitt fyrir. Strandveiðar fá falleinkunn, eru sagðar leiða til kapphlaups um afla, stuðla að brottkasti og draga úr verðmæti.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinun í dag segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, mikilvægt að horfa til byggðasjónarmiða en ekki bara beita hagrænni mælistiku í fiskiveiðistjórnunarmálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert