Hanna Birna nýtur langmest trausts

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir. hag / Haraldur Guðjónsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, nýtur langmest trausts oddvita stjórnmálaflokkanna í Reykjavík samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Capacent. 50,5% borgarbúa treysta henni best og er það meira en allir hinir oddvitarnir í Reykjavík til samans.

Könnunin var unnin af Capacent 26. maí - 21. júní.

Spurt var „Hvaða oddvita í borgarstjórn treystir þú best?" og skiptust svörin á eftirfarandi hátt:

50,5%  Hönnu Birnu Kristjánsdóttur 

17%  Jóni Gnarr

25,4%  Degi B. Eggertssyni 

7,1%   Sóleyju Tómasdóttur

Einnig var spurt um fylgi flokkana og var Sjálfstæðisflokkurinn þar með mesta fylgið, 44,5%.  

Spurt var:  „Ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa/líklegast kjósa?“ og skiptust svörin á eftirfarandi hátt:

Sjálfstæðisflokkur 44,5 % 

Besti flokkurinn 17,1%

Samfylkingin 21,7%

Vinstri græn 8,7%

Framsókn 4,1%

Annan flokk 3,8%

Í úrtakinu voru 1444 einstaklingar, um 68% tóku afstöðu í spurningu um fylgi flokkana og 75% í spurningu um traust til oddvita.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert