Söguleg stund fyrir Ísland

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brussel í dag.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brussel í dag. Reuters
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir upphaf formlegra aðildarviðræðna Íslendinga við Evrópusambandið sögulega stund. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Viðræður dagsins snérust um fjóra kafla samningsins en þeir fjalla um opinber innkaup, upplýsingatækni og fjölmiðla, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu.

Á blaðamannafundinum í Brussel sagðist Össur vonast til þess að viðræður um helming samningsins fari fram í ár, þar á meðal þá kafla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir Ísland: landbúnað og sjávarútveg. Stefnt sé að því að ljúka viðræðum á næsta ári.

Hart var deilt um veiðar á makríl á síðasta ári og sagði Össur á fundinum í dag að sjávarútvegsumræðan verði erfið. Þetta sé í fyrsta skipti sem Evrópusambandið sé í aðildarviðræðum við ríki sem setji sjávarútveg á oddinn.

Meðal þess sem rætt var á blaðamannafundinum var Icesave-deila Íslendinga við Hollendinga og Breta og hvaða áhrif hún gæti haft á aðildarumsókn Íslands.

Össur segir að Icesave-deilan hafi gert Íslendinga andsnúna aðild að ESB en það sé hins vegar niðurstaða viðræðna um sjávarútvegsmál sem íslenska þjóðin bíði eftir.

Á fyrsta samningafundi Íslands og Evrópusambandsins í dag náðist sá áfangi að af fjórum köflum sem opnaðir voru á fundinum var tveimur lokið.

Á fundinum lýsti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra eindregnum vilja Íslendinga til að samningskaflar um fiskveiðar og landbúnað yrðu opnaðir sem allra fyrst. Hann kvaðst jafnframt fyrir Íslands hönd reiðubúinn til að opna helming þeirra kafla sem eftir eru í formennskutíð Pólverja, sem taka við um næstu mánaðamót, og afganginn í formennsku Dana, sem hefst um áramót, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Ríkjaráðstefnan í dag markaði upphaf efnislegra aðildarviðræðna Íslands við ESB. Ráðstefnuna ávörpuðu einnig Janos Martonyi utanríkisráðherra Ungverjalands en Ungverjar fara með formennsku í ESB, og Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins.

Eindreginn stuðningur allrar ríkisstjórnarinnar

Í ræðu sinni fagnaði utanríkisráðherra þessum áfanga, lýsti einbeittum stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við viðræðurnar og þeim skýra meirihlutavilja íslensku þjóðarinnar að fá að kjósa um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar viðræðum lýkur.

Ráðherra lagði áherslu á hversu vel ferlið hefði gengið hingað til og nauðsyn þess að nýta vel þann skriðþunga sem náðst hefur í viðræðunum. Stefan Füle stækkunarstjóri ESB tók undir þau viðhorf að gott væri að hefja samninga um sem flesta kafla fyrr en síðar, þar á meðal um landbúnað og sjávarútveg.

Fulltrúi Pólverja sem taka við formennsku í Evrópusambandinu um næstu mánaðamót lýsti vilja þeirra til að opna sem flesta kafla í þeirra formennskutíð.

Í dag var ákveðið að ljúka viðræðum um vísindi og rannsóknir  og   menntun og menningu ( þar sem efni þeirra hefur þegar verið tekið upp í íslensk lög. Í hinum tveimur köflunum um opinber útboð og upplýsingasamfélagið og fjölmiðla kom fram í samningsafstöðu Evrópusambandsins að Ísland yrði að ljúka innleiðingu lagasetningar sem er hluti af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum en hefur ekki enn komið til framkvæmda, áður en þeim verður lokað.

„Í ávarpi sínu minnti utanríkisráðherra á að rétt tvö ár væru liðin frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hann fagnaði þeim árangri að viðræður um fyrstu fjóra samningskaflanna væru hafnar og að tveimur köflum, um vísindi og rannsóknir og um menntun og menningu, væri þegar lokið.

Á þessum tveimur mikilvægu sviðum hefðu Íslendingar þegar notið góðs af nánu samstarfi við Evrópusambandsríkin og þannig hefðu íslenskir námsmenn og kennarar, vísindamenn og listamenn um langt árabil tekið virkan þátt í áætlunum ESB á sviði vísinda, rannsókna, mennta, menningar og æskulýðssamstarfs.
Ráðherra sagði Íslendinga koma vel undirbúna að samningaborðinu. Rýnivinna síðustu sjö mánaða, þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman, hefði staðfest að Ísland uppfyllti stóran hluta löggjafar ESB í gegnum aðild að EES og Schengen. Um leið hefði skilningur aukist hjá samningsaðilum á þeim sviðum þar sem ljóst er löggjöf er frábrugðin s.s. í sjávarútvegi, landbúnaði, umhverfismálum o.fl.

Samningaviðræðurnar sem nú fara í hönd munu snúast um einstaka samningskafla löggjafar ESB sem eru 35 talsins. Samninganefnd Íslands og samningahópar sem í sitja fulltrúar stjórnsýslu, helstu hagsmunahópa og félagasamtaka móta samningsafstöðu Íslands í einstökum málum í samræmi við samningsmarkmið Alþingis. Næsta ríkjaráðstefna Íslands og ESB er ráðgerð í október næstkomandi," segir í tilkynningu frá utanríkisiráðuneytinu.

Össur ásamt utanríkisráðherra Ungverjalands, Janos Martonyi og stækkunarstjóra ESB, Stefan ...
Össur ásamt utanríkisráðherra Ungverjalands, Janos Martonyi og stækkunarstjóra ESB, Stefan Füle. Reuters
mbl.is

Innlent »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Heimilt að leggja 76% toll á franskar

16:01 Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Auðveldar aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum

15:14 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Frieder Braunschweig, yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, undirrituðu í dag samkomulag um víðtækt samstarf. Meira »

Funduðu um fyrstu daga þingsins

15:27 „Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi. Meira »

Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur

14:55 „Rakst á þessa flottu stráka úti við Gróttu áðan. Keypti af þeim heitt kakó og glóðvolga kleinu sem þeir steiktu á staðnum. Þeir smíðuðu vagninn sjálfir. Náðu að sprengja krúttskala dagsins hjá mér og þeim túristum sem voru á staðnum,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir. Meira »

Miðflokkurinn undirbýr framboð

14:10 Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Meira »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Segir eftirlit með lögreglu upp á punt

12:56 Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður tveggja ein­stak­linga í svo­kölluðu LÖKE-máli, segir að niðurstaða setts ríkissaksóknara í máli mannanna tveggja gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sé í raun sú besta sem búast mátti við fyrir skjólstæðinga sína. Meira »

Skipa samráðshóp um að gera úrbætur

12:35 Ráðherranefnd um jafnréttismál ákvað á fundi sínum í morgun að að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Meira »

Góðar niðurstöður vatnssýna

12:02 Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

12:51 Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Meira »

Staðfestir niðurfellingu LÖKE-máls

12:33 Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í máli tveggja manna gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
 
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...