Söguleg stund fyrir Ísland

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brussel í dag.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brussel í dag. Reuters
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir upphaf formlegra aðildarviðræðna Íslendinga við Evrópusambandið sögulega stund. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Viðræður dagsins snérust um fjóra kafla samningsins en þeir fjalla um opinber innkaup, upplýsingatækni og fjölmiðla, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu.

Á blaðamannafundinum í Brussel sagðist Össur vonast til þess að viðræður um helming samningsins fari fram í ár, þar á meðal þá kafla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir Ísland: landbúnað og sjávarútveg. Stefnt sé að því að ljúka viðræðum á næsta ári.

Hart var deilt um veiðar á makríl á síðasta ári og sagði Össur á fundinum í dag að sjávarútvegsumræðan verði erfið. Þetta sé í fyrsta skipti sem Evrópusambandið sé í aðildarviðræðum við ríki sem setji sjávarútveg á oddinn.

Meðal þess sem rætt var á blaðamannafundinum var Icesave-deila Íslendinga við Hollendinga og Breta og hvaða áhrif hún gæti haft á aðildarumsókn Íslands.

Össur segir að Icesave-deilan hafi gert Íslendinga andsnúna aðild að ESB en það sé hins vegar niðurstaða viðræðna um sjávarútvegsmál sem íslenska þjóðin bíði eftir.

Á fyrsta samningafundi Íslands og Evrópusambandsins í dag náðist sá áfangi að af fjórum köflum sem opnaðir voru á fundinum var tveimur lokið.

Á fundinum lýsti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra eindregnum vilja Íslendinga til að samningskaflar um fiskveiðar og landbúnað yrðu opnaðir sem allra fyrst. Hann kvaðst jafnframt fyrir Íslands hönd reiðubúinn til að opna helming þeirra kafla sem eftir eru í formennskutíð Pólverja, sem taka við um næstu mánaðamót, og afganginn í formennsku Dana, sem hefst um áramót, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Ríkjaráðstefnan í dag markaði upphaf efnislegra aðildarviðræðna Íslands við ESB. Ráðstefnuna ávörpuðu einnig Janos Martonyi utanríkisráðherra Ungverjalands en Ungverjar fara með formennsku í ESB, og Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins.

Eindreginn stuðningur allrar ríkisstjórnarinnar

Í ræðu sinni fagnaði utanríkisráðherra þessum áfanga, lýsti einbeittum stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við viðræðurnar og þeim skýra meirihlutavilja íslensku þjóðarinnar að fá að kjósa um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar viðræðum lýkur.

Ráðherra lagði áherslu á hversu vel ferlið hefði gengið hingað til og nauðsyn þess að nýta vel þann skriðþunga sem náðst hefur í viðræðunum. Stefan Füle stækkunarstjóri ESB tók undir þau viðhorf að gott væri að hefja samninga um sem flesta kafla fyrr en síðar, þar á meðal um landbúnað og sjávarútveg.

Fulltrúi Pólverja sem taka við formennsku í Evrópusambandinu um næstu mánaðamót lýsti vilja þeirra til að opna sem flesta kafla í þeirra formennskutíð.

Í dag var ákveðið að ljúka viðræðum um vísindi og rannsóknir  og   menntun og menningu ( þar sem efni þeirra hefur þegar verið tekið upp í íslensk lög. Í hinum tveimur köflunum um opinber útboð og upplýsingasamfélagið og fjölmiðla kom fram í samningsafstöðu Evrópusambandsins að Ísland yrði að ljúka innleiðingu lagasetningar sem er hluti af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum en hefur ekki enn komið til framkvæmda, áður en þeim verður lokað.

„Í ávarpi sínu minnti utanríkisráðherra á að rétt tvö ár væru liðin frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hann fagnaði þeim árangri að viðræður um fyrstu fjóra samningskaflanna væru hafnar og að tveimur köflum, um vísindi og rannsóknir og um menntun og menningu, væri þegar lokið.

Á þessum tveimur mikilvægu sviðum hefðu Íslendingar þegar notið góðs af nánu samstarfi við Evrópusambandsríkin og þannig hefðu íslenskir námsmenn og kennarar, vísindamenn og listamenn um langt árabil tekið virkan þátt í áætlunum ESB á sviði vísinda, rannsókna, mennta, menningar og æskulýðssamstarfs.
Ráðherra sagði Íslendinga koma vel undirbúna að samningaborðinu. Rýnivinna síðustu sjö mánaða, þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman, hefði staðfest að Ísland uppfyllti stóran hluta löggjafar ESB í gegnum aðild að EES og Schengen. Um leið hefði skilningur aukist hjá samningsaðilum á þeim sviðum þar sem ljóst er löggjöf er frábrugðin s.s. í sjávarútvegi, landbúnaði, umhverfismálum o.fl.

Samningaviðræðurnar sem nú fara í hönd munu snúast um einstaka samningskafla löggjafar ESB sem eru 35 talsins. Samninganefnd Íslands og samningahópar sem í sitja fulltrúar stjórnsýslu, helstu hagsmunahópa og félagasamtaka móta samningsafstöðu Íslands í einstökum málum í samræmi við samningsmarkmið Alþingis. Næsta ríkjaráðstefna Íslands og ESB er ráðgerð í október næstkomandi," segir í tilkynningu frá utanríkisiráðuneytinu.

Össur ásamt utanríkisráðherra Ungverjalands, Janos Martonyi og stækkunarstjóra ESB, Stefan ...
Össur ásamt utanríkisráðherra Ungverjalands, Janos Martonyi og stækkunarstjóra ESB, Stefan Füle. Reuters
mbl.is

Innlent »

Fjölmenn skötumessa

23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »

Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

22:32 Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs.   Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

21:58 „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »

Æðardúnninn sama gamla kókaínið

21:22 Bandarískur rithöfundur nokkur er allra manna meðvitaðastur um að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hann slær því upp í blöðum æ ofan í æ, nú í Guardian, að íslenskur æðardúnn sé kókaín Íslendinga. Meira »

Skoða grindhvalina eftir helgi

21:11 Tveir til þrír sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun ætla að skoða tugi grindhvala sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi eftir helgi. Þeim verður flogið með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þetta segir Gísli Arn­ór Vík­ings­son, hvala­sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. Meira »

Dr. Gunni hesthúsar pylsu í foreftirrétt

20:20 Á nýopnuðum matarmarkaði á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn sást til Dr. Gunna í hægindum sínum vera að gæða sér á pylsu í eftirrétt. Aðalrétturinn hafði ekki verið upp í „rassgatið á flugu.“ Meira »

Tveir fengu 121 milljón króna

19:55 Fyrsti vinningur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld. Hins vegar voru tveir heppnir Norðurlandabúar með annan vinning og hlaut Dani og Norðmaður hvor um sig rúmlega 121 milljón króna. Meira »

Kemur til greina að loka tímabundið

19:03 Til greina kemur að loka tímabundið Efstadal II ef ekki næst að rjúfa smitleið E.coli-sýkingar með alþrifum á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun hafa gripið til hertari aðgerða á staðnum eftir að í ljós kom að tveir fullorðinir einstaklingar greindust með E.coli í dag Meira »

„Núna eru menn að vakna“

19:00 „Það kemur manni á óvart að það sé verið að bregðast við þessu núna fyrst. Skipstjórnarmenn á nýja Herjólfi hafa bent á að það þurfi að gera breytingar á hafnarmannvirkjum í Vestmannaeyjum og núna eru menn að vakna,” segir Njáll Ragnarsson formaður bæj­ar­ráðs Vest­manna­eyja. Meira »

„Þarf að gagnrýna forsetann“

18:25 „Ég kunni að meta það,“ segir dr. Munib Younan, biskup frá Palestínu sem býr í suðurhluta Jerúsalem, þar sem hann ræðir um það þegar Hatarar drógu upp fána Palestínu í Eurovision-söngvakeppninni í maí. Meira »

„Við fylgjum bara okkar stefnu“

17:50 „Þó maður hafi nú einsett sér fyrir tíu árum að sveiflast ekki eftir skoðanakönnunum þá verð ég að viðurkenna að þetta er samt auðvitað mjög ánægjulegt og við erum þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um fylgisaukningu flokksins. Meira »

Kröfum um stöðvun framkvæmda hafnað

17:22 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan að úrskurðað er í málunum. Meira »

Starfsmaður smitaði ekki ferðamann

17:18 Það er útilokað að starfsmaðurinn á Efstadal, sem var smitaður af E.coli, hafi smitað erlendan ferðamann þann 8. júlí. Ferðamaðurinn smitaðist þó að aðgerðir á staðnum hafi átt að koma í veg fyrir það. Meira »

31 þúsund tonn í sérstakar aðgerðir

17:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða samtals 23.316 þorskígildistonnum. Meira »

Sóttu veikan mann í Drottninguna

16:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í skipið Queen Mary 2, skip breska skipa­fé­lag­sins Cun­ard í gærkvöldi. Beiðni barst Landhelgisgæslunni um klukkan sjö í gærkvöldi þegar skipið var um 80 sjómílum sunnan af Vík í Mýrdal. Meira »

Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

16:34 Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...