„Íslenskar stúlkur hefja kynlíf 13 ára“

Hér á landi greinast að jafnaði um 17 konur á ári með leghálskrabbamein og þrjár látast af völdum þess. Landlæknisembættið hefur undirritað samning um kaup á bóluefninu Cervarix, en með því verða 12 ára stúlkur bólusettar til að koma í veg fyrir krabbameinið.

Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnaviði landlæknisembættisins, segir Cervarix hafa verið ítarlega rannsakað og mælir með því að foreldrar fari með dætur sínar í bólusetninguna.
mbl.is

Bloggað um fréttina