Þriðji hver læknir erlendis

mbl.is/Júlíus

„Undanfarin ár hefur fjölgað þeim íslensku læknum sem velja sér að búa og starfa erlendis. Við höfum aldrei séð annað eins hlutfall og nú þegar 617 læknar eru í útlöndum og 1.060 starfandi á Íslandi.“

Þetta segir Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, í Morgunblaðinu í dag og bætir við að sumir þeirra lækna sem skráðir eru starfandi í vinnu á Íslandi vinni hluta ársins erlendis.

Birna segir Læknafélag Íslands hafa mjög miklar áhyggjur af því ástandi sem ríkt hefur hérlendis undanfarin ár. „Fyrst og fremst eru það yngri læknar sem ekki koma heim að loknu sérnámi,“ segir Birna og bætir við að það sé engin spurning að efnahagshruninu árið 2008 sé um að kenna. „Ég veit persónulega um fleiri lækna sem eru á leið úr landi núna, sem eru miðaldra sérfræðingar, og þetta mun halda svona áfram.“

Birna segir ómögulegt að snúa þessari slæmu þróun við nema horfst sé í augu við staðreyndir málsins og kynntar áætlanir um aðgerðir. „Íslenskir læknar gera þá kröfu að ríkisstjórn og velferðarráðherra komi fram með skýra áætlun um hvernig þessari þróun skal snúið við,“ segir Birna og bætir við að „það er á ábyrgð framkvæmdavaldsins að sjá til þess að gera samninga og ráða í vinnu lækna til að sinna sjúkratryggðum Íslendingum“.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert