Er Mjöður uppurinn?

Mjöður í Stykkishólmi
Mjöður í Stykkishólmi mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Bjórverksmiðjan Mjöður í Stykkishólmi hefur nú verið lokuð í á þriðju viku. Þremur starfsmönnum var sagt upp störfum um mánaðamót apríl og maí með þriggja mánaða uppsagnarfresti.

Þeir reiknuðu því með að vera á launum í maí, júní og júlí enda töldu þeir uppsögnina eingöngu vera vegna skipulagsbreytinga sem nýir eigendur, frá því í mars, ætluðu að gera. Bjuggust þeir því við áframhaldandi vinnu. Starfsmennirnir þrír hafa hins vegar engin laun fengið frá uppsögn og eiga nú inni tveggja mánaða laun sem lögmaður Verkalýðsfélags Snæfellsness reynir að innheimta, samkvæmt frétt á vef Skessuhorns.

Væntanlega verður  krafa um laun til handa starfsmönnunum ekki tekin fyrir fyrr en í september og þá líklega með því að krafist verði gjaldþrots.

Sjá á vef Skessuhorns

mbl.is