Unga konan laus úr haldi

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/GSH

Unga konan sem grunuð er um að hafa skilið nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við hótel í Reykjavík, er laus úr haldi lögreglu.

„Gæsluvarðhaldsúrskurðinum var áfrýjað til Hæstaréttar og þeir felldu úr gildi úrskurðinn. Svo hún er laus úr gæsluvarðhaldi,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Unga konan hefur jafnframt ekki verið sett í farbann.

Málið er enn í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert