VISA lokar aftur á WikiLeaks

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks.
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks. Reuters

Alþjóðlega greiðslukortafyrirtækið VISA sagðist í dag hafa lokað á ný fyrir greiðslumiðlun til uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks eftir að hafa opnað um tíma í gær fyrir greiðslumiðlun frá íslenska  fyrirtækinu DataCell til WikiLeaks.

DataCell tilkynnti í gær að aftur væri hægt að greiða framlög til WikiLeaks með útbreiddum greiðslukortum á borð við Visa, American Express og MasterCard. 

AP fréttastofan segir, að svo virðist sem um að hafi verið að ræða mistök hjá kortafyrirtækjunum, að minnsta kosti hvað VISA Europe Ltd. varði. Fyrirtækið segi í tölvupósti til AP, að eitt af samstarfsfyrirtækjum þess hafi í skamman tíma tekið við greiðslum á vefsíðu, sem tengist WikiLeaks. 

Um leið og stjórnendur VISA fréttu af þessi hafi verið gripið til aðgerða til að tryggja að greiðslumiðlun til WikiLeaks yrði áfram stöðvuð.

Ekki er ljóst hve mikið fé fór til WikiLeaks frá því í gær.   Andreas Fink, forstjóri DataCell, staðfesti við AP, að svo virðist sem greiðslurnar hafi stöðvast en hann sagðist ekki vita ástæðuna.

MasterCard hefur ekki svarað fyrirspurnum AP.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert