Keppandi datt af hjóli

Keppendur í Tour de Hvolsvöllur á fullri ferð í morgun.
Keppendur í Tour de Hvolsvöllur á fullri ferð í morgun. mbl.is/GSH

Keppandi í hjólreiðakeppninni Tour de Hvolsvöllur datt af hjóli sínu í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var keppandinn á leið frá Selfossi til Hvolsvallar. Keppandinn féll af hjóli sínu með þeim afleiðingum að hjálmurinn brotnaði. Hann var færður undir læknishendur en ekki er vitað hvort meiðsl eru alvarleg.

Árleg hjólreiðakeppni, Tour de Hvolsvöllur, fer fram í dag en þá er hjólað frá Reykjavík til Hvolsvallar, um 110 km vegalengd. Lagt var af stað klukkan 8 í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert