Hafa náð tökum á eldinum

Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins nú náð tökum á eldinum sem kom upp á þriðja tímanum í nótt hjá fyrirtækinu Hringrás við Klettagarða í Reykjavík. Fram kemur að töluverðan reyk leggi enn frá svæðinu en vindátt sé enn af landi og reykurinn leggi því á haf út. 

„Haft hefur verið samband við forráðamenn fyrirtækja á iðnaðarsvæðinu við Klettagarða og nágrenni til að hvetja þá til að loka fyrir loftræstingu og náðst hefur í flesta forráðamenn fyrirtækja á svæðinu. Íbúar í Kleppsholti eru beðnir um að hafa glugga lokaða þó svo að reyk leggi ekki yfir hverfið þar sem lyktarmengun er talsverð. Klettagarðar, Köllunarklettsvegur, Héðinsgata og Dalbraut að hluta verða lokaðir fyrst um sinn. Áfram verður vakt í Samhæfingarstöðinni,“ segir í tilkynningunni.

Fyrri fréttir:

Enn barist við eldinn

Eldur logar við Hringrás

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert