Auglýstu en fengu engan „andapabba“

Lítið fer fyrir öndum þegar gefið er brauð við Tjörnina …
Lítið fer fyrir öndum þegar gefið er brauð við Tjörnina í dag.

„Þetta svæði er þarna en nýtist fuglunum ekki sem skyldi því það er enginn eftirlitsmaður sem tryggir öryggi þeirra. Þarna leika lausum hala hrafnar, kettir og minkar og meðal annars af þeim sökum er tiltölulega lítið andavarp. Endurnar fá ekki frið í friðlandinu.“

Þetta segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um ástandið í Vatnsmýrinni og Tjörninni í Reykjavík. Sviðsstýra hjá umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar segir að starf umsjónarmanns Tjarnarinnar hafi verið auglýst á síðasta ári en enginn fengist í starfið.

Ólafur bendir einnig á að það hafi verið hlutverk friðlandsins að varðveita hinn náttúrulega gróður. Hins vegar þeki nú orðið bróðurpartinn af friðlandinu ágengar plöntur á borð við skógarkerfil, hvönn og netlu. „Umgjörðin er þarna en það þarf einhverja hugmyndafræði, línur og áhuga á að unnið sé eftir því,“ segir Ólafur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »