Hrossi bjargað úr haughúsi

Hjálparsveitarmenn hlúa að hrossinu
Hjálparsveitarmenn hlúa að hrossinu Af vef Dalbjargar

Hjálparsveitinni Dalbjörgu barst útkall frá neyðarlínunni kl 19:38 í kvöld vegna hests sem hafði fallið ofan í haughús. Það voru bændur á bænum Litla-Garði í Eyjafjarðarsveit sem óskuðu eftir aðstoð þar sem að hestur hafði fallið ofan í haughús og á bólakaf.

Björgunarsveitarmenn voru snöggir á staðinn og þá svamlaði hesturinn um í skítnum og rétt hafði granirnar upp úr til að anda. Náðu menn að koma böndum á hann og var hann síðan hífður upp úr skítnum en þá var hann orðinn mjög þrekaður. Hann var síðan settur á hús og þveginn hátt og lágt meðan beðið var eftir dýralækni til að skoða hrossið, að því er kemur fram á vef Dalbjargar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert