Grillað við Múlakvísl

Grillveisla við Múlakvísl í dag
Grillveisla við Múlakvísl í dag mbl.is/Jónas Erlendsson

Það var slegið upp grillveislu við Múlakvísl áðan eftir að nýja brúin hafði verið reynd. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa staðið í ströngu undanfarna sólarhringa við að ljúka smíði brúarinnar.

eir voru margir hverjir kallaður út úr sumarfríi til þess að koma umferð á ný um Hringveginn. Því verki er nú lokið en væntanlega verður smíði nýrrar brúar boðin út í haust og reynt að ljúka smíði hennar fyrir næsta sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina