Ástæða til að vakta svæðið

Einn af sigkötlunum á Mýrdalsjökli. Myndin var tekin í síðustu …
Einn af sigkötlunum á Mýrdalsjökli. Myndin var tekin í síðustu viku.

„Við flugum þarna yfir Mýrdalsjökul og það er fyllsta ástæða til að fylgjast vel með þessu, það eru breytingar á svæðinu dag frá degi,“ segir Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur.

Flogið var  þyrlu í kvöld yfir svæðið þar sem jarðskjálfti upp á 3,8 stig varð í nótt. Helgi segir að ekki sjáist merki um umbrot þar.  Hins vegar hafi orðið töluverðar breytingar á jöklinum á þeirri rúmu viku sem liðin er frá hlaupinu í Múlakvísl. 

„Sigkatlarnir hafa orðið dýpri og sprungnari en þeir voru, þeir sem voru með mér í fluginu eru sammála um það.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina