Makríllinn smár framan af en farinn að verða stærri

Makríll.
Makríll.

„Hann hefur verið í smærri kantinum en hann hefur allur verið að koma til,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, aðspurður hvernig veiðar á makríl hafi gengið í ár.

Gunnþór segir að veiðarnar hafi gengið nokkuð vel þetta árið en þær hafi þó gengið aðeins betur í fyrra. Skip Síldarvinnslunnar hafi veitt um 6.500 tonn af makríl fram að þessu.

„Þetta hefur bara gengið vel til þessa og töluvert af aflanum er komið á land til vinnslu,“ segir hann. Aðspurður segir hann aflann vera frystan og seldan víða um heim, m.a. til Evrópu og kannast hann ekki við nein vandræði í þeim efnum þrátt fyrir deiluna við Evrópusambandið um makrílveiðarnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »