Sigkatlasvæðið stækkað

Sigkatlasvæðið á upptakasvæði hlaupsins í Múlakvísl hefur heldur stækkað.
Sigkatlasvæðið á upptakasvæði hlaupsins í Múlakvísl hefur heldur stækkað. Ljósmynd/Erik Sturkell

Sigkatlasvæðið á upptakasvæði hlaupsins í Múlakvísl hefur heldur stækkað, að sögn Freysteins Sigmundssonar, jarðeðlisfræðings við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir ekki sérstaka ástæðu til að búast við öðru flóði frá þessum kötlum, en það kunni að vera önnur möguleg söfnunarsvæði.

„Það sem hefur bæst við í atburðarásina er jarðskjálftinn aðfaranótt mánudags upp á 3,8 stig. Það bendir til að að það sé tiltölulega há spenna í jarðskorpunni og því full ástæða til að viðhalda góðri vöktun á svæðinu. Náttúran er að segja okkur það að við þurfum að fylgjast vel með,“ segir Freysteinn.

Fáeinir skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli í dag, þar á meðal einn upp á 0,9 stig á áttunda tímanum í kvöld. „Á jöklinum og í kringum hann eru góð mælitæki til að fylgjast með umbrotum, en eldfjöllin okkar eru þannig að það er erfitt að segja til um næstu skref í þessari atburðarrás.“

mbl.is

Bloggað um fréttina