Eldur í Eden

Mikill eldur logaði í Eden.
Mikill eldur logaði í Eden. mynd/Ösp Vilberg

Eldur kom upp í Eden í Hveragerði laust eftir miðnættið og er húsið nánast brunnið til grunna. Ekki er talið að önnur hús í nágrenninu séu í hættu, að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Ekki er vitað um eldsupptök en eldurinn virðist hafa komið upp í eldhúsi í veitingastaðnum. Slökkvistarf stendur yfir en að sögn lögreglu er húsið rústir einar. 

Eden stóð í ljósum logum á skammri stundu.
Eden stóð í ljósum logum á skammri stundu. mynd/Sólrún Auður Katarínusdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka