„Verður skrýtið að sjá túnið óslegið“

Breiðavík.
Breiðavík. mynd/bb.is

Í september næstkomandi verður búskapur lagður af á jörðinni Breiðavík við Látrabjarg á Vestfjörðum.

Ferðaþjónusta hefur verið rekin þar um nokkurt skeið og ábúendur á Breiðavík, Birna Mjöll Atladóttir og Keran St. Ólafsson, hafa í huga að auka við hana og einbeita sér alfarið að rekstri hennar.

„Við höfum lengi verið með sauðfé hér en við hættum með sauðfjárbúið hér í haust,“ segir Keran í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að mikil vinna hafi fylgt því að vera með sauðféð. „Krakkarnir okkar eru allir farnir að heiman og þetta hefur verið mjög mikil vinna. Það var því kominn tími til að draga saman seglin.“

Hann segir jafnframt nú vera til skoðunar hvort ferðaþjónusta verði rekin á Breiðavík allan ársins hring.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »