Engar stórtækar aðgerðir

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að ekki verði gripið til neinna stórtækra aðgerða í öryggismálum þjóðarinnar í kjölfar atburðanna sem áttu sér stað í Noregi á föstudaginn var.

Ríkisstjórnin ræddi á fundi sínum í dag um  ráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkanna í Noregi 22. júlí.

Ögmundur segir að lögreglan hafi verið með öryggismálin í vinnslu á sínu borði í langan tíma og hafi gert ríkisstjórninni grein fyrir þeirri vinnu.

Stóra málið segir Ögmundur vera að fólk haldi ró sinni og komi fram í þessum málum öllum af yfirvegun.

Ögmundur Jónasson,
Ögmundur Jónasson, mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina