Engin merki um hlaup ennþá

Skaftá í fyrri hlaupi.
Skaftá í fyrri hlaupi. mbl.is/Jónas

Leiðni í Skaftá heldur áfram að aukast en ennþá eru engin greinileg merki um að vatnavextir séu byrjaðir í ánni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ísland. Dregið hefur úr hlaupóróa sem mældist í morgun.

Óðinn Þórarinsson, sérfræðingur í vatnamælingum á Veðurstofunni, segir að staðan í ánni sé svo til óbreytt frá því í morgun. Aurburður sé enn stöðugur og leiðni hafi aukist frá því í morgun. Þá séu fyrir hendi frásagnir fólk af megnri fýlu af ánni.

„Allt þetta gefur okkur vísbendingar um að hlaup gæti verið að hefjast. Það er þó ekki komið fram á vatnshæðarmælum ennþá. Það er í raun óbreytt staða frá því í morgun. Þá gáfum við það út að þess væri ekki að vænta fyrr en um kvöldmatarleytið að við færum að sjá einhverjar breytingar á vatnshæðarmælum. Við bíðum ennþá eftir því og þangað til getum við ekki sagt að hlaupið hafi hafist,“ segir Óðinn.

Dægursveiflur í rennsli árinnar gera það að verkum að erfiðara sé að greina hvenær vatnavextir byrja. Engin greinileg merki séu um að vatnavextir séu byrjaðir í Skaftá ennþá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert