Fann megna brennisteinslykt

Sjá má hrun úr brúnum vestari sigketilsins. Myndin var tekin ...
Sjá má hrun úr brúnum vestari sigketilsins. Myndin var tekin í flugi Atlantsflugs í dag. Jón Grétar Sigurðsson

„Ég var fyrir ofan Langasjó og það var ekkert vafamál,“ sagði Jón Grétar Sigurðsson, flugmaður hjá Atlantsflugi. Hann fann megna brennisteinslykt þar sem hann var á flugi, en hún er rakin til hlaups í Skaftá.

Jón Grétar er með útsýnisflugferðir úr Skaftafelli í Öræfum og hefur flogið nær daglega yfir Vatnajökul og nágrenni í sumar. Hann kvaðst eiga eldri myndir af Skaftárkötlum frá því í júlí og ekki sé neinum blöðum um að fletta að það sé að hlaupa úr vestari katlinum.

„Ég fylgist náið með þessu,“ sagði Jón Grétar. Hann flaug yfir Skaftárkatlana í dag og eins yfir útfall Skaftár og tók myndir. Þá flaug Jón Grétar einnig yfir Hamarinn og nágrenni þar sem  hljóp fram mikið vatn í Hágöngulón á dögunum.

„Það er mikil sigdæld austan við Hamarinn og hrun í henni að hluta,“ sagði Jón Grétar.

Vestari Skaftárketillinn hefur greinilega sigið, eins og sjá má á ...
Vestari Skaftárketillinn hefur greinilega sigið, eins og sjá má á ljósmyndinni sem tekin var i flugi Atlantsflugs í dag. Jón Grétar Sigurðsson
Megn brennisteinslykt fannst yfir Langasjó. Hér sést hvar Skaftá kemur ...
Megn brennisteinslykt fannst yfir Langasjó. Hér sést hvar Skaftá kemur undan jöklinum. Jón Grétar Sigurðsson
Hér sést sigdældin sem myndaðist austan við Hamarinn en talið ...
Hér sést sigdældin sem myndaðist austan við Hamarinn en talið er að hlaupið sem fór í Hágöngulón hafi komið þaðan. Jón Grétar Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina