Vatnsmagn í Skaftá fer vaxandi

Hlaupið í Skaftá er tiltölulega saklaust. Mynd úr safni.
Hlaupið í Skaftá er tiltölulega saklaust. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Skaftá óx nokkuð ákveðið nú um klukkan 15:00. Hilmar Hróðmarsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands, segist búast við að áin haldi áfram að vaxa í dag.

„Það leit út fyrir að hlaupið færi minnkandi í nótt en nú hefur vatnsmagnið aukist aftur,“ segir Hilmar. Hann segir það taka tvo daga fyrir hlaup að ná hámarki. Hlaupið nú sé þó ekki stórt.

Hann segir líklegt að hlaupið muni taka annan kipp um klukkan 3 í nótt en fari svo minnkandi eftir það.

„Þetta er tiltölulega saklaust miðað við Skaftárhlaup. Hlaupið hefur úr minni katlinum en ef stóri ketillinn bætist við þá gæti hlaupið orðið mun meira,“ segir Hilmar. Það hafi síðast gerst í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert