Fréttaskýring; Búlandsvirkjun verður reist lengra frá Langasjó

Langisjór.
Langisjór. mbl.is/RAX
Langisjór hefur verið friðlýstur og er orðinn hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, ásamt norðausturhluta Eldgjár og svæðinu í kringum vatnið, eins og Fögrufjöllum, Grænafjallgarði og upptökum Skaftár á svæðinu suður að Lakagígum.

Umrædd friðlýsing var stærsta kosningamálið í Skaftárhreppi í síðustu kosningum, vorið 2010. Þá var Jóna Sigurbjartsdóttir oddviti hreppsins og rétt fyrir kosningar var aðalskipulag tilbúið frá Skipulagsstofnun til að fara í auglýsingu. Samkvæmt því skipulagi átti miklu meira svæði að fara undir þjóðgarðinn en raunin er með friðlýsingunni.

Guðmundur Ingi Ingason leiddi N-listann gegn lista Jónu, L-listanum og vildi minnka svæðið til að halda virkjanamöguleikum opnum á svæðinu. Suðurorka hefur meðal annars fengið rannsóknarleyfi til að athuga möguleika á Búlandsvirkjun. Fulltrúar Suðurorku hafa lýst yfir vilja til að fjárfesta fyrir um 36 milljarða króna í Skaftárhreppi vegna virkjanaframkvæmdanna.

Vildu minna svæði

N-listinn með Guðmund Inga í fararbroddi vann kosningarnar og aðalskipulaginu var breytt í framhaldinu. En að sögn Jónu Sigurbjartsdóttur er samt sátt um niðurstöðuna. „Já, meirihluti hreppsins vildi þessa niðurstöðu og eftir að það varð ljóst gengum við í samstarf við N-listann og komumst að sameiginlegri niðurstöðu um breytingar á aðalskipulaginu. Við erum ánægð með að þetta svæði hafi verið fært inn í þjóðgarðinn, þótt upphaflegu tillögurnar okkar hafi verið að svæðið yrði stærra,“ segir Jóna í samtali við Morgunblaðið. „Það skiptir máli að það sé sátt í svona litlu samfélagi eins og okkar og að fólk nái málamiðlunum,“ segir hún.

Guðmundur Ingi Ingason, oddviti Skaftárhrepps, ítrekar sáttina sem náðist milli fólks í hreppnum. Hann bætir við að hreppurinn sé ansi stórt sveitarfélag. „En það er engin stór virkjun á okkar svæði. Það myndi skapa okkur mikla atvinnumöguleika ef hér yrði virkjað. Ég vil líka benda á að með þessu samkomulagi eru virkjanahugmyndirnar komnar miklu neðar og mun lengra frá Langasjó en var,“ segir Guðmundur Ingi.

Staðan hjá Suðurorku

Þess má geta að nýlega kom út skýrsla um rammaáætlun en fulltrúar Suðurorku voru ósáttir við vinnubrögðin sem viðhöfð voru við gerð áætlunarinnar og fannst til dæmis ekkert tillit tekið til stærðar virkjunarkostsins, hagkvæmni og loftmengunar. Suðurorka hefur haft hugmyndir um gerð 150 MW virkjunar í Skaftárhreppi sem nefnd yrði Búlandsvirkjun. Fyrirtækið hefur keypt rannsóknargögn Landsvirkjunar á svæðinu og vatnsréttindi af mörgum landeigendum, en alls ekki öllum. Sumir landeigenda hafa lýst því yfir að þeir muni ekki selja þeim land sitt.

Mikil verðmæti vernduð

Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarðinum segir að þau séu mjög ánægð með þessa viðbót við þjóðgarðinn. „Upphaflega hugmyndin var að öll þjóðlenda Skaftárhrepps færi undir þjóðgarðinn,“ segir Snorri, „en við erum voðalega ánægð með það sem þó kom. Langisjór, Eldgjá, Skælingar og svæðið milli Lakagíga og Skaftár eru ótrúlega mögnuð svæði, bæði mjög lítið snortin af mannavöldum og mjög sérstakt landslag, með þessum svörtu söndum og mosavöxnu fjöllum. Þetta er virkasti hluti gosbeltisins sem gengur í gegnum Ísland. Þarna hafa verið þau fjögur risagos á sögutíma sem engin önnur komast nálægt: Vatnaöldugosið, Eldgjárgosið, Veiðivatnagosið og Skaftáreldar í Lakagígum, segir Snorri.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »
Chesterfield sófasett til sölu
Tignarlegt Chesterfield sófasett til sölu. Vel með farið. Í settinu fylgir þrigg...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...