Ein umsókn eftir þrjár auglýsingar

Skipt um loftsíu.
Skipt um loftsíu. mbl.is/Arnaldur

Það kom starfsmönnum Heklu á óvart hversu dræm viðbrögðin voru þegar auglýst var eftir starfskröftum á verkstæði bílaumboðsins. Einn sótti um starf sem auglýst hafði verið þrivar en hætti við þegar laun á gamla vinnustaðnum voru hækkuð vegna umsóknarinnar.

„Við höfum verið að eltast við fólk en það hefur ekki gengið. Ég er búinn að vera í þessum viðgerðabransa síðan 1977 og hef því séð ýmislegt. Þetta er hins vegar mjög áberandi núna. Það er erfitt að ná í gott fólk,“ segir Ólafur B. Jónsson, deildarstjóri þjónustuumboða hjá Heklu, um framboðið á starfskröftum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur Ingi Skúlason, framkvæmdastjóri Kistufells, skýr merki um að svarta hagkerfið sé að stækka. „Skattlagning spilar hér inn í. Hún er glórulaus... Með lægri sköttum kæmi meira upp á yfirborðið,“ segir hann og bætir því við að stjórnvöld hafi tekið dræmt í hugmyndir um að endurgreiða virðisaukaskatt af bílaviðgerðum, líkt og boðið er upp á vegna viðhalds á húsnæði í átakinu „Allir vinna“. Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna, varar við þeirri þróun að svartar bílaviðgerðir séu að færast í vöxt. „Þessu fylgir alltof mikil áhætta. Fúsk í viðgerðum er tifandi tímasprengja.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »