Segir að Jón hafi verið klæddur eins og gömul kona

Jón Gnarr borgarstjóri í gleðigöngunni.
Jón Gnarr borgarstjóri í gleðigöngunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Myndskeið sem sýnir Jón Gnarr borgarstjóra taka þátt í gleðigöngu í Reykjavík birtist á CNN iReport í dag. Í fréttinni segir að Jón hafi verið klæddur „eins og gömul kona“

Í fréttinni segir að borgarstjórinn hafi tekið þátt í gleðigöngu Hinsegin daga. Jón hafi verið í bíl á eftir starfsfólki bandaríska sendiráðsins í göngunni. Á myndbandinu sést Jón kasta blómum til fólks.

Í annarri frétt á CNN er Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, spurður út í málið. Hann segir að sendiráðið styðji gleðigönguna og hafi sýnt stuðning sinni í verki með því að mæta í gönguna.


Frétt CNN

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert