Sveik út morfínskyld lyf

Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að hafa svikið út úr heimilislækni um 1.500 töflur af morfínskyldum lyfjum á sex mánaða tímabili. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Maðurinn sveik út lyfin í nafni konu sem hafði fengið ávísanir á lyf vegna brjóskloss. Hún hafði hætt notkun þess en maðurinn þóttist vera eiginmaður hennar og fékk lyfin afgreidd á þeim grundvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina